fbpx

Mikilvægi markpósts í stafrænum heimi

Mikilvægi markpósts í stafrænum heimi

Character vefstúdíó - Mikilvægi markpósts árið 2020

Mikilvægi markpósts í stafrænum heimi

Er markaðssetning með stafrænum markpósti (e. email marketing) mikilvæg?

Markpóstur er ein af fjölmörgum leiðum sem við höfum í stafrænni markaðssetningu – og mögulega sú öflugasta en jafnframt sú hagkvæmasta.

Ef þú ert í viðskiptum sem með einhverjum hætti eru stafræn þá er ekki hægt að líta fram hjá mikilvægi markpósts. 

Lykilatriðin eru þessi;
1) Þú nærð beint til réttu áheyrendanna
2) Markpóstur er sveigjanlegur, mælanlegur og skalanlegur
3) Þú byggir upp verðmætan gagnagrunn með netföngum þinna viðskiptavina
4) Sem partur af öðrum stafrænum markaðsaðgerðum eins og t.d. auglýsingum á Facebook eða Google þá styður stafrænn markpóstur afar vel við þær aðgerðir. 

Hér að neðan tel ég upp helstu ástæðurnar fyrir því að þú ættir að mynda þér stefnu í þessum málum, koma þér upp póstlista og hefja markvisst samtal við þína viðskiptavini með þessum hætti.

Mikilvægi stafræns markpósts fyrir þitt fyrirtæki
Tölvupóstur er stór þáttur af okkar daglega lífi bæði sem einstaklingar sem og í vinnuumhverfinu. Því er spáð að árið 2023 muni fjöldi þeirra sem notar tölvupóst daglega fara í 4.3 milljarða, og yfir 60% þeirra skoði póstinn sinn daglega. 

Þetta er frábært tækifæri fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum til að ná beint til síns markhóps, sama í hvaða geira það er og hvernig markhópurinn er samansettur. Allir eru með snjalltæki í vasanum og flestir eru að skoða póstinn oft á dag. Ef markpóstur er partur af stafræni markaðsherferð þá má ná til enn fleiri og öðlast frekari sýnileika. 

Með stafrænum markpósti færð þú tækifæri sem ekki eru til staðar hjá öðrum stafrænum miðlum; Þú getur til dæmis komið inn persónulegu ávarpi og sniðið skilaboðin að ólíkum hópum innan viðtakendalistans.

Sex ástæður fyrir því að þú þarft að nýta stafrænan markpóst

1. Stafrænn markpóstur er hagkvæm leið

Við skulum skoða þetta út frá kostnaði;
Það er alveg sama hvaða nýjar stafrænar leiðir munu dúkka upp á næstu árum, það er eitt sem mun alltaf eiga við í þeim málaflokki; Fyrirtæki þurfa að finna leiðir til að hámarka markaðsbudgetið á sama tíma og þau þurfa að ná sínum heildarmarkmiðum. Markpóstur er án alls vafa hagkvæmasta leiðin til að koma ákveðnum, markvissum skilaboðum beint til skilgreinds markhóps. 

Aðar hefðbundnari leiðir eins og sjónvarp, dagblaðaauglýsingar og stafrænar markaðsherferðir á samfélagsmiðlum geta orðið dýrar þegar allt er tekið saman; Það þarf að útbúa efnið, setja upp birtingaráætlanir og greiða fyrir birtingar. Kostnaður við gott markpóstforrit (e. Email Marketing Services) er hins vegar alls ekki hár og í einhverjum tilfellum ókeypis (þó alla jafna með einhverjum takmörkunum). 

Miðað við það að geta með markpósti haft beint samband við markhóp sem sannanlega hefur áhuga á því sem þú hefur fram að færa með afar litlum tilkostnaði, þá er vandséð af hverju fyrirtæki nýta sér ekki markpóst í mun meira mæli. Sjá umfjöllun hér um bestu markpóstforritin árið 2020 fyrir einyrkja og minni fyrirtæki. 

2. Þú nærð til fleiri farsímanotenda með markpósti

Yfir tveir þriðju af tölvupóstum eru í dag lesnir á farsímum eða spjaldtölvum og það er áætlað að yfir fimm milljarðar farsíma verði í notkun árið 2020. 

Með það í huga, þá þurfa fyrirtæki að finna leiðir til að eiga í virku samtali við notendur snjalltækja ef þau ætla að vera þátttakendur í því stafræna markaðstorgi sem heimurinn er að verða. 

Skalanleg hönnun á vefsíðum, markpóstum og öðru stafrænu markaðsefni er það allra mikilvægasta í dag. Myndefni þarf að vera hannað fyrir snjalltæki og laga sig að ólíkum skjástærðum (e. responsive), en einnig er mikilvægt að notandinn geti valið að lesa póstinn með eða án myndefnis. Ritað efni þarf að vera stutt og laggot, innihaldsríkt og án málalenginga. 

3. Sjálfvirknivæðing 

Það eru fjölmargir stafrænir ferlar sem hægt er að virkja með markpósti, eins og til dæmis það að viðskiptavinur sem hættir við kaup í vefverslun áður en gengið er frá greiðslu fái tölvupóst daginn eftir sem minnir viðkomandi á að enn eigi eftir að ganga frá kaupunum. 

Einnig er hægt að láta kerfin velja hvenær besti tíminn til að senda markpóstinn er samkvæmt fræðunum, stilla sendingarnar fram í tímann og endursenda bara á þá sem ekki hafa lesið póstana. 

4. Persónulegur markpóstur er vinalegur markpóstur

Því stafrænni sem við verðum, því mikilvægara verður það að ná persónulegum tengslum við neytendur og viðskiptavini. Frekar en að fá bara sömu auglýsingarnar og allir hinir, þá fer að skipta meira máli að vera ávarpaður með nafni og boðið upp á vörur og þjónustur sem viðkomandi hefur áhuga á.

5. Gagnvirkir markpóstar
Gagnvirkni í markpóstum er að aukast og verður sífellt mikilvægari. Í staðin fyrir að senda póst með hnappi eða link á vefsíðuna þína, þá hefur þú tækifæri á því að sýna viðtakendum videó, bestu vörurnar þínar, nýjustu græjurnar o.sfr. Þetta er góð leið til að vekja áhuga og fá notendur til að vilja vita meira. 

Með því að deila til dæmis videói sem spilast sjálfkrafa í póstinum þá nærðu einnig til viðkomandi með því að bjóða á sama tíma upp á beina tengingu á samfélagsmiðlana þína, og þannig færðu fleiri fylgjendur. 

6. Mælanlegur árangur

Eina leiðin til að vita hvort að stafræna markaðsherferðin þín er að virka er að fá mælanlegar niðurstöður. Það er enn ein ástæðan fyrir því að þú þarft að nýta stafrænan markpóst sem part af þínum markaðsaðgerðum. Markpóstar skila mælanlegum árangri og greinanlegum gögnum á því hver las póstana, hversu oft þeir voru opnaðir, hvort smellt var á þá hlekki sem boðið var upp á í póstinum og hvaða vörur / þjónustur náðu best til viðtakenda.

Byrjaðu að rækta viðtakendalistann þinn
Nú þegar þú veist hversu mikilvægt það er að hafa markpósta sem part af stafrænu markaðsherferðinni þinni þá ætti næsta verk hjá þér að vera að heyra í stafræna markaðssnillingnum þínum og koma því í vinnslu að safna saman netföngunum viðskiptiavina og byrja að semja drög að fyrsta stafræna markpóstinum.

Lang flest vefkerfi bjóða upp á að á vefsíðu viðkomandi fyrirtækis sé hægt að skrá sig á póstlistann og þannig má hægt og rólega stækka viðtakendahópinn. Einnig er í sumum tilfellum hægt að tengja skráningarformið við Facebook síðu fyrirtækisins.

Markpóstur er án alls vafa besta stafræna markaðsaðgerðin sem þú getur farið í án þess að tilkostnaður sé of mikill.

Ef þig vantar aðstoð eða ráðgjöf við stafrænu markaðsmálin þín þá er velkomið að hafa samband.

Áhugasamir geta lesið sér meira til hér og hér.

Picture of Birna María

Birna María

Birna María er eigandi og stafrænn hönnuður Character vefstúdíó.

Hvernig getum við aðstoðað?

Við léttum þér lífið í stafræna ferðalaginu með því að sjá um vefinn, setja upp nýtt markaðsefni eða fríska upp á samfélagsmiðlana.

Nýjustu færslurnar

Við óskum BÍL-PRO til hamingju með nýja vefsvæðið 🚘🎉
Á vefnum koma fram upplýsingar um þjónustu verkstæðisins, viðgerðaferli þegar um tjón er að ræða og hægt er að panta tíma í tjónaskoðun.
Nánar á https://bilpro.is
...

Takk kærlega fyrir hrósið ❤️, traustið 🙏🏼 og frábæru samvinnuna @senaeventsiceland 🥰🥂🎉 ...

Þökkum frábæra samvinnu á árinu sem er að líða og hlökkum til komandi verkefna 💜🙏 ...

Óskum viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar 💜🎄 ...

Skemmtilegt verkefni fyrir upplifunarfyrirtækið @senaeventsiceland. Ég þakka kærlega traustið og fallegu samvinnuna 💖 ...

Scroll to Top