fbpx

Þjónusta

Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði vef- og markaðsmála

Hvernig getum við aðstoðað?

Við léttum þér lífið í stafræna ferðalaginu með því að sjá um vefinn, setja upp nýtt markaðsefni eða fríska upp á samfélagsmiðlana.

Vefhönnun í WordPress

Hönnun og uppsetning á vönduðum vefsíðum og vefverslunum sem aðlaga sig að breytilegum skjástærðum.

Umönnun á vefsíðum

Viðhald og vöktun á vefnum þínum, aðgangur að starfsmanni, uppfærslur á vefkerfum og innsetning á efni.

Markaðsefni

Hönnun á fjölbreyttu markaðsefni fyrir vef- og prentmiðla. Samræming skilaboða þvert á miðla.

Auglýsingaherferðir á META

Hönnun og uppsetning á herferðum í gegnum META auglýsingakerfið fyrir auglýsingar á FB og Instagram.

Google Ads

Uppsetning á Google Ads sem birtast einvörðungu þeim sem eru að leita að viðkomandi vöru og þjónustu á Google.

Markpóstar

Uppsetning á markpóstkerfum á borð við MailChimp, SendInBlue o.fl. Útlitshönnun og útsending fréttabréfa.

Efnissköpun

Hugmyndavinna og skipulagning á myndatöku í samvinnu við ljósmyndara til öflunar á nýju myndefni.

Google Business

Uppsetning á Google Business fyrir fyrirtæki með upplýsingum um vörur, þjónustur, opnunartíma o.fl.

Leitarvélarbestun

Leitarvélabestun á vefsvæði miðar að því að bæta sýnileika þannig að vörur og þjónusta finnist án aðkeyptrar aðkomu.

Kennsla á WordPress

Kennsla á WordPress fyrir þá sem eru með WP síðu og vilja geta sett inn efni, breytt texta eða myndum og birt fréttir.

Kennsla á Canva

Kennsla á Canva og markpóstkerfi fyrir þá sem vilja geta sett upp og miðlað stafrænu markaðsefni sjálfir.

Þjónusta

Við leggjum okkur fram um að veita framúrskarandi þjónustu. Viðskiptavinir með þjónustusamning hafa forgang.

Viðskiptavinir

Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum að þeirra stafrænu vegferð. Okkar markmið er að veita ávallt faglega og framúrskarandi þjónustu.

Umsagnir

Birna er búin að vinna einstaklega faglega og metnaðarfulla vinnu fyrir okkur hjá Gólfefnabúðinni. Við erum afar ánægð með að hafa fengið hana til liðs við okkur og gefum henni okkar bestu meðmæli.
Hilmar Hansson
Dúklagningameistari & eigandi Gólfefnabúðarinnar

Eigum við að vinna saman?

Orð eru til alls fyrst – ég hlakka til að heyra frá þér!

Scroll to Top