Þjónusta
Fjölbreytt þjónusta á sviði vef- og markaðsmála
Vinnuferlið
Farsælt samstarf um gott markaðsstarf er teymisvinna þeirra sem að því koma. Samtal og samvinna eru lykilinn að góðri útkomu.
01.
Samtal
Við tökum símtal eða fund og setjum niður lýsingu á því sem óskað er eftir.
02.
Úttekt
Úttekt gerð á stöðu mála, verklýsing samin og send til skoðunar / samþykktar.
03.
Áætlun
Í stærri verk eru gerðar áætlanir en önnur verk eru unnin í tímavinnu.
04.
Hönnun
Hönnun miðar að því að láta karakter hvers og eins skína í gegn.
05.
Þróun
Verkefni eru unnin af alúð og fagmennsku og í góðu samtali við viðskiptavini.
06.
Afhending
Afhending verkefnis fer fram þegar það telst fullklárað og samþykkt af verkkaupa.
Er þetta stafræna að vefjast fyrir þér?
Saman finnum við þær leiðir sem best henta þér og þínum rekstri.
Vefhönnun í WordPress
Hönnun og uppsetning á vönduðum vefsíðum og vefverslunum sem koma þinni þjónustu eða vörum á framfæri.
Umönnun á vefsíðum
Viðhald og vöktun á vefnum þínum, aðgangur að starfsmanni, uppfærslur á vefkerfum og innsetning á efni.
Markaðsefni
Hönnun á fjölbreyttu markaðsefni fyrir vef- og prentmiðla. Samræming skilaboða þvert á miðla.
META auglýsingar
Hönnun og uppsetning á herferðum fyrir Facebook og Instagram í gegnum META auglýsingakerfið.
Greiningartól
Uppsetning á GA4, Google Search Console, Google Tag Manager og tengdum þjónustum til gagnaöflunar og greiningar.
Google Ads og leitarorð
Uppsetning á Google Ads herferðum sem birtast þeim sem eru að leita að viðkomandi vöru og þjónustu á Google.
Markpóstar
Uppsetning á markpóstkerfum á borð við MailChimp, SendInBlue o.fl. Útlitshönnun, listavinna og útsending fréttabréfa.
Leitavélabestun
Leitavélabestun á vefsvæði sem miðar að því að bæta sýnileika þannig að vörur og þjónusta finnist án keyptrar aðkomu.
Google Business
Uppsetning á Google Business fyrir fyrirtæki með upplýsingum um vörur, þjónustur, opnunartíma o.fl.
Kennsla
Kennsla á WordPress, Canva, META hagkerfið og MailChimp fyrir þau sem vilja sjálf setja upp og miðla stafrænu efni.
Efnissköpun
Hugmyndavinna og skipulagning á myndatöku í samvinnu við ljósmyndara til öflunar á nýju myndefni.
Þjónusta
Famúrskarandi þjónusta er metnaðarmál. Viðskiptavinir með þjónustusamning hafa forgang.
Viðskiptavinir
Unnið er náið með viðskiptavinum að þeirra stafrænu vegferð. Markmiðið er að veita ávallt faglega og framúrskarandi þjónustu.