Character vefstúdíó
Vefstúdíó & Markaðsstofa
Fyrirtæki jafnt sem félagasamtök hafa sinn ákveðna karakter og mikilvægt er að sú ásýnd nái að skína í gegn.
Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum með það að leiðarljósi að hver um sig nái að sýna sitt rétta andlit – sýna sinn karakter.
...Hverju vilt þú miðla?
Eigum við að vera stafrænir ferðafélagar?
Við léttum þér lífið í stafræna ferðalaginu með því að sjá um vefinn, setja upp nýtt markaðsefni eða fríska upp á samfélagsmiðlana.
Vefhönnun í WordPress
Hönnun og uppsetning á vönduðum vefsíðum sem aðlaga sig að breytilegum skjástærðum.
Umönnun á vefsíðum
Viðhald og vöktun á vefnum þínum, aðgangur að starfsmanni, uppfærslur á vefkerfum og innsetning á efni.
Markaðsefni
Hönnun á lógóum og fjölbreyttu markaðsefni fyrir vef- og prentmiðla. Samræming skilaboða þvert á miðla.
Stafrænar auglýsingar
Hönnun á auglýsingum í viðeigandi stærðum fyrir Facebook, Instagram, Story, Google, Youtube, Tik Tok ofl.
Efnissköpun
Hugmyndavinna og skipulagning á myndatöku í samvinnu við ljósmyndara til öflunar á nýju myndefni.
Fréttabréf
Uppsetning á fréttabréfskerfum á borð við MailChimp, SendInBlue o.fl., útlitshönnun og útsending fréttabréfa.
Google Ads
Uppsetning á Google Ads sem birtast einvörðungu þeim sem eru að leita að viðkomandi vöru og þjónustu á Google.
Leitarvélarbestun
Leitarvélabestun er vinna sem miðar að því að bæta sýnileika vefs þannig að hann finnist án keyptrar aðkomu.
Þjónusta
Við leggjum okkur fram um að veita framúrskarandi þjónustu. Viðskiptavinir með þjónustusamning hafa forgang.
Fréttir og greinar
Nýjustu fréttir ásamt pistlum um vef- og markaðsmál.
- Allt
- Fréttir
- Markaðssetning
- Verkin
- Allt
- Fréttir
- Markaðssetning
- Verkin
Endurbætur á vefsvæði MedicAlert á Íslandi
Vefur MedicAlert á Íslandi hefur nú farið í gegnum gagngerar endurbætur hvað varðar framsetningu á merkjum og fréttum, auk þess að fá létta almenna andlitslyftingu í leiðinni. Breytingarnar skila notendavænna vefsvæði þar sem allir ættu að geta fundið merki við hæfi.
Iggis – Er öllum ljóst hvert leiðin liggur?
Nýlega fór í loftið nýr vefur fyrir Iggis, fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í áherslumerkingum og jöfnu aðgengi fyrir alla. Á vefnum er að finna upplýsingar um fjölbreytt úrval fyrirtækisins af hættumerkingum, tröppunefjum, leiðarlínum, römpum og verkfærum fyrir fagmanninn. Iggis er jafnframt einn stærsti umboðsaðili áherslumerkinga á Íslandi.
Völundarhús – Vel valið fyrir húsið þitt
Nýr vefur Völundarhúsa ehf. hefur litið dagsins ljós. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuframboð fyrirtækisins, áhugaverðan fróðleik um bæði bjálkahús og einingahús, ásamt fjölbreyttu úrvali af bjálkahúsum og efnispökkum fyrir einingahús í öllum stærðum og gerðum.
Umsagnir






Viðskiptavinir
Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum að þeirra stafrænu vegferð.
Okkar markmið er að veita ávallt faglega og framúrskarandi þjónustu.