fbpx

Character vefstúdíó

Vefstúdíó & Markaðsstofa

Fyrirtæki jafnt sem félagasamtök hafa sinn ákveðna karakter og mikilvægt er að sú ásýnd nái að skína í gegn.

Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum með það að leiðarljósi að hver um sig nái að sýna sitt rétta andlit – sýna sinn karakter.

...Hverju vilt þú að miðla?

Hvernig getum við aðstoðað?

Við léttum þér lífið í stafræna ferðalaginu með því að sjá um vefinn, setja upp nýtt markaðsefni eða fríska upp á samfélagsmiðlana.

Vefhönnun í WordPress

Hönnun og uppsetning á snjöllum vefsíðum sem aðlaga sig að breytilegum skjástærðum.

Umönnun á vefsíðum

Viðhald og vöktun á vefnum þínum, aðgangur að starfsmanni, uppfærslur á vefkerfum og innsetning á efni.

Markaðsefni

Hönnun á lógóum og fjölbreyttu markaðsefni fyrir vef- og prentmiðla. Samræming skilaboða þvert á miðla.

Stafrænar auglýsingar

Hönnun á auglýsingum í viðeigandi stærðum fyrir Facebook, Instagram, Story, Google, Youtube, Tik Tok ofl.

Efnissköpun

Hugmyndavinna og skipulagning á myndatöku í samvinnu við ljósmyndara til öflunar á nýju myndefni.

Fréttabréf

Uppsetning á fréttabréfskerfum á borð við MailChimp, SendInBlue o.fl., útlitshönnun og útsending fréttabréfa.

Google Ads

Uppsetning á Google Ads sem birtast einvörðungu þeim sem eru að leita að viðkomandi vöru og þjónustu á Google.

Leitarvélarbestun

Leitarvélabestun er vinna sem miðar að því að bæta sýnileika vefs þannig að hann finnist án keyptrar aðkomu.

Þjónusta

Við leggjum okkur fram um að veita framúrskarandi þjónustu. Viðskiptavinir með þjónustusamning hafa forgang.

Verkin

„Success is no accident. It is hard work, perseverance, learning, studying, sacrifice and most of all, love of what you are doing or learning to do.“ – Pelé

Umsagnir

Viðskiptavinir

Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum að þeirra stafrænu vegferð.
Okkar markmið er að veita ávallt faglega og framúrskarandi þjónustu.

Birna María

Birna María er eigandi og stafrænn hönnuður hjá Character vefstúdíó.

Algengar spurningar

Þetta er sú spurning sem ég fæ oftast, án alls vafa. Eina leiðin til þess að svara þessarri spurningu er með því að ég og þú eigum gott samtal.

Ég þarf að skilja til fulls í hvernig rekstri þú ert, hver varan eða þjónustan er, hver markhópurinn er, hver markmiðin með nýrri vefsíðu eru og hvaða núverandi áskoranir nýrri vefsíðu er ætlað að leysa áður en ég ráðlagt með framhaldið. Að þessu fram komnu er betur hægt að átta sig á umfangi og kostnaði verkefnisins.

Farsælt samstarf um jafn mikilvægt verkefni eins og vefsíðu fyrirtækisins er byggt á góðum samskiptum og gagnkvæmu trausti aðila.

Hér eru nokkar spurningar sem gott er að hafa í huga þegar lagt er af stað:

 • Hver er þinn drauma viðskiptavinur?
 • Hvað er það sem þú vilt helst að drauma viðskiptavinurinn geri þegar viðkomandi heimsækir vefinn þitt?
 • Hvernig komum við til með að mæla / meta / vita hvort að nýji vefurinn hafi slegið í gegn 12 mánuðum síðar?
 • Hvaða markaðsaðgerðir ertu með í gangi núna fyrir þinn rekstur? Hvernig mun það breytast þegar nýr vefur er tilbúinn?
 • Selur þú vörur á netinu?
 • Áttu til lógó? Og ef svo er, er það up to date og í takti við ásýnd fyrirtækisins? 
 • Stendur til að skipta út eldra vefsvæði? 
 • Hvað er það sem er að virka / ekki virka á núverandi vefsvæði?
 • Hversu margar heimsóknir fær vefsvæðið þitt á mánuði?
 • Ertu með textagerðamanneskju á þínum snærum?
 • Áttu til myndefni af þínum vörum og / eða þjónustu tekið af faglærðum ljósmyndara sem hægt er að vinna með á nýju vefsvæði?
Scroll to Top