fbpx

Hvernig er best að auka umferð á vefsvæði?

Hvernig er best að auka umferð á vefsvæði?

Við höfum sett saman nokkur góð ráð og hugmyndir sem gætu hjálpað þér við að auka umferð á vefsvæðið þitt.

Ertu að reka fyrirtæki, selja vörur eða þjónustu? Ert þú ekki að fá næga umferð á vefinn þinn? Ekki hafa áhyggjur, það margt hægt að gera!

Til að auka umferð á vefsvæði eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga, en ávallt skiptir mestu máli að vefsvæðið sé vel unnið, innihaldið áhugavert og vefurinn virki vel á bæði hefðbundnum skjám sem og í snjalltækjum. Hér eru helstu atriði sem gott er að hafa í huga;

 1. Vönduð efnistök
  Byrjaðu á því að búa til vönduð og viðeigandi efnistök sem snúa að þörfum og áhugasviði þess markhóps sem þú vilt helst tala til.

 2. Leitarvélabestun
  Gakktu úr skugga um að efnið þitt sé rétt unnið fyrir leitarvélar með því að nota viðeigandi leitarorð, meta tags og tilvísanir (backlinks) sem vísa á síðuna þína. Leitarorð (keywords) þarf svo að tengja við Google þannig að Google læri með tímanum að viðkomandi vefsíða sé marktæk heimild fyrir þá sem leita að þessum tilteknu leitarorðum og orðasamböndum.

 3. Samfélagsmiðlar
  Kynntu efnið þitt með upplýsandi- og jákvæðum hætti á samfélagsmiðlum þar sem áhorfendur eru virkir. Vertu virk(ur) í samskiptum við fylgjendur og hvettu til deilingar á efninu.

 4. Keyptar auglýsingar
  Til að ná til breiðari markhóps er áhrifaríkt að fjárfesta í keyptum auglýsingum á bæði META og Google Ads platforms þar sem greitt er fyrir hvern smell (PPC).

 5. Greiningartól og mælingar
  Til þess að geta tekið góðar ákvarðanir um það hvernig þau atriði sem verið er að vinna með hverju sinni eru að reynast, þá er er mikilvægt að setja upp greiningartól sem skila stöðuskýrslum varðand umferð og frammistöðu vefsvæðisins með reglubundnum hætti. Þannig má betur átta sig á því hvort herferðir eða vinna við leitarvélabestun er að skila sér. Góð greiningartæki skila upplýsingum um það hvaðan umferðin er að koma, hvaða leitarorð eru að skila smellum og hvar tækifæri til betrumbóta liggja. 
Picture of Birna María

Birna María

Birna María er eigandi og stafrænn hönnuður Character vefstúdíó.

Hvernig getum við aðstoðað?

Við léttum þér lífið í stafræna ferðalaginu með því að sjá um vefinn, setja upp nýtt markaðsefni eða fríska upp á samfélagsmiðlana.

Nýjustu færslurnar

Ætti ég að svara...? 🤔
Það er opið í allt sumar hjá Character vefstúdíó nema síðustu vikuna í júlí. En kannski verður tekinn einn og einn sumarleyfisdagur hér og þar ☀️
...

Þetta er fallegt, takk fyrir kærlega 💃🏼🙏🏼💜☺️
--
Samstarfið við Birnu og Character skilaði að okkar mati mjög öflugri síðu sem mun nýtast íþróttafólki, þjálfurum og foreldrum á Íslandi um ókomin ár. Birna var mjög skipulögð, þolinmóð og fagleg á meðan vinnunni stóð. Við gefum henni hiklaust okkar bestu meðmæli og þökkum fyrir hennar öfluga framlag.

Ragnhildur Skúladóttir
Sviðsstjóri Fræðslu-og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

🔗 http://5c.is
...

Við óskum BÍL-PRO til hamingju með nýja vefsvæðið 🚘🎉
Á vefnum koma fram upplýsingar um þjónustu verkstæðisins, viðgerðaferli þegar um tjón er að ræða og hægt er að panta tíma í tjónaskoðun.
Nánar á https://bilpro.is
...

Takk kærlega fyrir hrósið ❤️, traustið 🙏🏼 og frábæru samvinnuna @senaeventsiceland 🥰🥂🎉 ...

Þökkum frábæra samvinnu á árinu sem er að líða og hlökkum til komandi verkefna 💜🙏 ...

Scroll to Top