fbpx

Um Character

Birna María er eigandi og stafrænn hönnuður Character vefstúdíó

Markmið

Markmiðið er að veita ávallt faglega og framúrskarandi þjónustu.

Gildi

Að vinna náið með viðskiptavinum að þeirra stafrænu vegferð. Að leggja mig fram við að finna bestu leiðirnar fyrir hvern og einn.

Þjónusta

Vinnuferlið

01.

Samtal

Við tökum símtal eða fund og setjum niður lýsingu á því sem óskað er eftir.

02.

Úttekt

Úttekt gerð á stöðu mála, verklýsing samin og send til skoðunar / samþykktar.

03.

Áætlun

Í stærri verk eru gerðar áætlanir en önnur verk eru unnin í tímavinnu.

04.

Hönnun

Hönnun miðar að því að láta karakter hvers og eins skína í gegn.

05.

Þróun

Verkefni eru unnin af alúð og fagmennsku og í góðu samtali við viðskiptavini okkar.

06.

Afhending

Afhending verkefnis fer fram þegar það telst fullklárað og samþykkt af verkkaupa.

Eigum við að vinna saman?

Orð eru til alls fyrst – ég hlakka til að heyra frá þér!

Birna María

Ég hef starfað við vef- og markaðsmál með einum eða öðrum hætti frá 2003 og hef víðtæka reynslu af vinnslu á sölu- og markaðsefni frá hinum ýmsu hliðum.

Í verkfærakistunni minni er að finna öll helstu forrit og þjónustur sem tengjast stafrænni markaðssetningu, vefhönnun og myndvinnslu. Ég hef bætt við mig fjölda námskeiða til viðbótar við háskólanámið og er fljót að tileinka mér ný vinnubrögð. Einnig hef ég mikla reynslu af verkefnastýringu, rekstri og áætlunargerð. 

Ég hef starfað við að markaðssetja ólíkar vörur og þjónustur hjá fyrirtækjum víðsvegar að í atvinnulífinu.

Einnig bý ég yfir víðtækri reynslu af tónleikahaldi og viðburðastjórnun, en ég hef sett upp og haldið utan um fjölda smærri og stærri viðburða eins og starfsdaga, árshátíða og hvataferða á vegum fyrri vinnuveitenda.

Þessi fjölbreytti bakgrunnur gerir mér kleift að setja mig í spor annarra og sjá tækifærin frá sjónarhóli þess sem ég starfa fyrir hverju sinni. Þetta hefur reynst mér verðmætur eiginleiki sem mínir viðskiptavinir kunna vel að meta.

Útivist, golf, fjallahjólreiðar og skíði eru áhugamálin utan vinnunnar. Þar hleð ég orkubirgðirnar og fæ mínar bestu hugmyndir.

Menntun & starfsreynsla

Skilgreining á Character

Scroll to Top