Verkefnin
„Success is no accident. It is hard work, perseverance, learning, studying, sacrifice and most of all, love of what you are doing or learning to do.“ – Pelé
Verkefnin
Hér er að finna sýnishorn af þeim verkefnum sem hafa verið í vinnslu á síðustu misserum. Ánægðir viðskiptavinir eru alltaf bestu meðmælin.
Gólfefnabúðin
12/10/2023
Verkefnin
Gólfefnabúðin er lítið fyrirtæki með mikla þekkingu, vandaða framleiðendur og stórkostlegt vöruúrval. Fyrirtækið leggur mikið upp úr góðri þjónustu og miklum gæðum í gólfefnum. Hlutverk þess er að bjóða heildarlausnir í gólfefnum fyrir heimilið og vinnustaðinn á góðum verðum.
Lesa meira
Glersýn
01/10/2023
Verkefnin
Hjá Glersýn starfa yfir 40 manns við hin ýmsu störf en fyrirtækið sérhæfir sig í gluggaþvotti og leggur sérstaka áherslu á að viðhafa vönduð vinnubrögð. Leiðarljós fyrirtækisins er það að traust og vandvirkt starfsfólk sé lykillinn að velgengni.
Lesa meira
Magnavita
24/09/2023
Verkefnin
Þriðja æviskeiðið á að vera uppskerutími í lífinu, besta æviskeiðið þar sem lífsgæða er notið og tíminn nýttur eins vel og mögulegt er. Tilgangur og markmið Magnavita er að stuðla að fjölgun spennandi og heilbrigðra æviára með því að auka hreysti, virkni, lífsfyllingu og félagsleg tengsl nemenda.
Lesa meira
Litrík og „Linduleg“ vefsíða í loftið 💃
17/09/2023
Verkefnin
Það var einstaklega skemmtilegt að vinna með hinni litríku Kristínu Lindu að því að láta hennar drauma rætast um „Lindulega“ vefsíðu fyrir fjölbreytta starfsemi hennar sem sálfræðingur, fyrirlesari og ritstjóri.
Að leitast við að draga fram og sýna hennar karakter 🥰.
Lesa meira
Að leitast við að draga fram og sýna hennar karakter 🥰.
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar – Nýr vefur
15/08/2023
Verkefnin
Nýr vefur Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar hefur litið dagsins ljós.
Á vefnum er að finna upplýsingar um fjölbreytt úrval af námskeiðum í samkvæmisdönsum þar sem boðið er upp á kennslu fyrir allan aldur, bæði fyrir byrjendur sem lengra komna. Kennarar skólans hafa hver um sig margra ára reynslu í danskennslu.
Lesa meira
Á vefnum er að finna upplýsingar um fjölbreytt úrval af námskeiðum í samkvæmisdönsum þar sem boðið er upp á kennslu fyrir allan aldur, bæði fyrir byrjendur sem lengra komna. Kennarar skólans hafa hver um sig margra ára reynslu í danskennslu.
Iggis – Er öllum ljóst hvert leiðin liggur?
15/02/2023
Verkefnin
Nýlega fór í loftið nýr vefur fyrir Iggis, fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í áherslumerkingum og jöfnu aðgengi fyrir alla. Á vefnum er að finna upplýsingar um fjölbreytt úrval fyrirtækisins af hættumerkingum, tröppunefjum, leiðarlínum, römpum og verkfærum fyrir fagmanninn. Iggis er jafnframt einn stærsti umboðsaðili áherslumerkinga á Íslandi.
Lesa meira
Endurbætur á vefsvæði MedicAlert á Íslandi
01/02/2023
Verkefnin
Vefur MedicAlert á Íslandi hefur nú farið í gegnum gagngerar endurbætur hvað varðar framsetningu á merkjum og fréttum, auk þess að fá létta almenna andlitslyftingu í leiðinni. Breytingarnar skila notendavænna vefsvæði þar sem allir ættu að geta fundið merki við hæfi.
Lesa meira
Heillandi hugur – Fræðslu og heilsusetur
30/01/2023
Verkefnin
Á dögunum var opnaður nýr vefur og vefverslun Heillandi hugar - Fræðslu og heilsuseturs. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuframboð, fróðlegar greinar með ráðum til bjargar í lífsins ólgu sjó og þar er hægt er að ganga frá kaupum á námskeiðum.
Lesa meira
Völundarhús – Vel valið fyrir húsið þitt
22/01/2023
Verkefnin
Nýr vefur Völundarhúsa ehf. hefur litið dagsins ljós. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuframboð fyrirtækisins, áhugaverðan fróðleik um bæði bjálkahús og einingahús, ásamt fjölbreyttu úrvali af bjálkahúsum og efnispökkum fyrir einingahús í öllum stærðum og gerðum.
Lesa meira
Klúbburinn Geysir – Með þér út í lífið
19/09/2022
Verkefnin
Nýr vefur fyrir Klúbbinn Geysi hefur litið dagsins ljós. Það eru því spennandi tímar hjá Klúbbfélögum að fá nýja vefinn í gagnið þar sem hægt er að kynnast starfseminni, fylgjast með fréttum og félagslegum viðburðum og félagar geta pantað sér mat.
Lesa meira