fbpx

Litrík og „Linduleg“ vefsíða í loftið 💃

Litrík og „Linduleg“ vefsíða í loftið 💃

Það var einstaklega skemmtilegt að vinna með hinni litríku Kristínu Lindu að því að láta hennar drauma rætast um „Lindulega“ vefsíðu fyrir fjölbreytta starfsemi hennar sem sálfræðingur, fyrirlesari og ritstjóri. Að leitast við að draga fram og sýna hennar karakter 🥰.

Kristín Linda er sjálf reyndur ritstjóri til áratuga, fyrirlesari og sálfræðingur og hafði skýrar hugmyndir um það hvað hana langað til að þess að fá fram með nýju vefsvæði fyrir Huglind. 

Draumur Kristínar Lindu var að búa til vefsvæði þar sem væri að finna upplýsingar um starfsemi hennar sem sálfræðing á sálfræðistofunni Huglind. Á vefsvæðinu væri jafnframt að finna upplýsingar um fyrirlestra, námskeið, vinnustofur og utanlandsferðir sem Kristín Linda býður upp á, ásamt því að hún gæti þar birt ýmsar lífstílstengdar greinar, ráðleggingar og blaðagreinar sem hún birtir reglulega í blöðum og tímaritum. 

Með fallegu samtali og frábærri samvinnu náðum við Kristín Linda að búa til vefsvæði sem inniheldur þetta allt, á litríkan og umvefjandi máta, eins og Kristínu Lindu er einni lagið. 

Skoða nýja vefinn: Huglind.is

Ég þakka kærlega fyrir traustið og fallegu samvinnuna 💖
Birna María

Loksins rættist draumurinn um vefsíðu sem endurspeglaði áherslur mínar og persónuleika og inniheldur allt sem þarf fyrir fyrirtækið mitt Huglind. Birna hjá Character er í senn skipulögð og öguð, hugmyndarík og hæf og það skilaði allskonar skemmtilegum útfærslum og virkni og ekki síst því að síðan varð að veruleika á fáeinum vikum. Svo, já ég mæli með drifkrafti hennar, hæfni og hugmyndum.

Birna María

Birna María

Birna María er eigandi og stafrænn hönnuður Character vefstúdíó.

Hvernig getum við aðstoðað?

Við léttum þér lífið í stafræna ferðalaginu með því að sjá um vefinn, setja upp nýtt markaðsefni eða fríska upp á samfélagsmiðlana.

Nýjustu færslurnar

Fyrirtæki jafnt sem félagasamtök hafa sinn ákveðna karakter og mikilvægt er að sú ásýnd nái að skína í gegn.

Unnið er náið með viðskiptavinum með það að leiðarljósi að hver um sig nái að sýna sitt rétta andlit – sýna sinn karakter.
...

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að vera bleikir – fyrir okkur öll. Bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. ...

Nýr vefur Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar hefur litið dagsins ljós. Á vefnum er að finna upplýsingar um fjölbreytt úrval af námskeiðum í samkvæmisdönsum þar sem boðið er upp á kennslu fyrir allan aldur, bæði fyrir byrjendur sem lengra komna.
Skoða nýja vefinn á www.dansari.is.

Þá er bara fátt annað í stöðunni en að smella sér í dansskóna og stíga léttan vínarvals, rúmbu eða jive 💃😘

Við þökkum kærlega fyrir traustið og fallegu samvinnuna 💖
...

Gleðilega páska kæru viðskiptavinir og samstarfsaðilar 🐣 ...

Scroll to Top