Stafrænn ferðafélagi

Vefstúdíó og markaðsstofa

Vefhönnun • Vefumsjón • Vefsíðugerð • Stafræn markaðssetning • META auglýsingar • Google auglýsingar • Leitarvélabestun • SEO • Markpóstar • Ráðgjöf

Hjá Character vefstúdíó er lögð áhersla á náið og persónulegt samstarf þar sem sérstaða hvers viðskiptavinar fær að njóta sín. Ég vinn með fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum sem vilja skýra ásýnd, sterka nærveru á netinu og árangursríkar stafrænar lausnir.

Markmiðið er einfalt: Að skapa vönduð og áhrifarík verk sem endurspegla þinn karakter, hvort sem um ræðir vefhönnun, markaðsefni eða stafræna markaðssetningu.

Er þetta stafræna að vefjast fyrir þér?

Þá gæti verið kominn tími til að fá með þér stafrænan ferðafélaga.
Að hafa slíkan með í liði veitir þér aðgang að ráðgjöf, lausnum og stuðningi sem hjálpar þér að ná markmiðum þínum – allt frá vefhönnun til auglýsingaherferða og leitarvélabestunar.

Vefhönnun í WordPress

Hönnun og uppsetning á vönduðum vefsíðum og vefverslunum sem koma þinni þjónustu eða vörum á framfæri.

Vefumsjón

Viðhald og vöktun á vefnum þínum, aðgangur að starfsmanni, uppfærslur á vefkerfum og innsetning á efni.

Markaðsefni

Hönnun á fjölbreyttu markaðsefni fyrir vef- og prentmiðla. Samræming skilaboða þvert á miðla.

META auglýsingar

Hönnun og uppsetning á herferðum fyrir Facebook og Instagram í gegnum META auglýsingakerfið.

Greiningartól

Uppsetning á GA4, Google Search Console, Google Tag Manager og tengdum þjónustum til gagnaöflunar og greiningar.

Google Ads og leitarorð

Uppsetning á Google Ads herferðum sem birtast þeim sem eru að leita að viðkomandi vöru og þjónustu á Google.

Google Business

Uppsetning á Google Business fyrir fyrirtæki með upplýsingum um vörur, þjónustur, opnunartíma o.fl.

Leitarvélabestun

Leitarvélabestun (SEO) miðar að betri sýnileika í leitarniðurstöðum þegar leitað er á Google eftir vöru eða þjónustu.

Markpóstar

Uppsetning á markpóstkerfum á borð við MailChimp, SendInBlue o.fl. Útlitshönnun, listavinna og útsending fréttabréfa.

Kennsla

Kennsla á WordPress, Canva, META hagkerfið og MailChimp fyrir þau sem vilja sjálf setja upp og miðla stafrænu efni.

Efnissköpun

Hugmyndavinna og skipulagning á myndatöku í samvinnu við ljósmyndara til öflunar á nýju myndefni.

Þjónusta og ráðgjöf

Famúrskarandi þjónusta er metnaðarmál. Viðskiptavinir með þjónustusamning hafa forgang.

Umsagnir

Nokkrar umsagnir frá ánægðum viðskiptavinum, sem eru ávallt bestu meðmælin.

Fagleg og metnaðarfull vinna

Birna er búin að vinna einstaklega faglega og metnaðarfulla vinnu fyrir okkur hjá Gólfefnabúðinni. Við erum afar ánægð með að hafa fengið hana til liðs við okkur og gefum henni okkar bestu meðmæli.​
Gólfefnabúðin Selmúla

Fagmanneskja fram í fingurgóma

Mennta- og barnamálaráðuneyti leitaði til Birnu hjá Character í tengslum við hönnun á heimasíðu, lógói og markaðsefni fyrir alþjóðlegan leiðtogafund um málefni kennara sem haldinn var á Íslandi vorið 2025. Samstarfið við Birnu var frábært í alla staði. Hún er fagmanneskja fram í fingurgóma, með gott auga fyrir fallegri framsetningu, lausnamiðuð, sveigjanleg og fljót að bregðast við. Við getum heils hugar mælt með þjónustu Character.
ISTP 2025

Ásgerður, Sonja Dögg og Hjalti

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Skipulögð, þolinmóð og fagleg

Samstarfið við Birnu og Character skilaði að okkar mati mjög öflugri síðu sem mun nýtast íþróttafólki, þjálfurum og foreldrum á Íslandi um ókomin ár. Birna var mjög skipulögð, þolinmóð og fagleg á meðan vinnunni stóð. Við gefum henni hiklaust okkar bestu meðmæli og þökkum fyrir hennar öfluga framlag.
ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Frábært samstarf

Það var Birna María Björnsdóttir, stafrænn hönnuður og eigandi Character vefstúdíó, sem á allan heiður að hönnun og uppsetningu á vefnum og viljum við þakka henni frábært samstarf.
MótX

Gunnlaugur Auðunn Ragnarsson

Fjármálastjóri

Mjög ánægð með samstarfið

Vinna um hönnun og uppsetningu á nýjum vef Senu gekk vel og við hjá Senu erum mjög ánægð með samstarfið við Birnu hjá Character vefstúdíó. Við erum himinlifandi með nýja vefsvæðið sem endurspeglar fjölbreytta starfsemi Senu, metnað og framkvæmdagleði á sviði viðburðahalds fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga.
Sena

Lilja Ósk Diðriksdóttir

Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

Æðislegt að vinna með Birnu

Birna bjó til nýjan vef fyrir Almannaheill. Þar voru sameinuð tvö úr sér gengin svæði í eitt. Það var æðislegt að vinna með Birnu frá fyrstu samskiptum. Hún vann með Almannaheillum að því að skerpa áherslur, samræma vinnubrögð og færa stafræna miðlun inn í nútímann.
Almannaheill

Gott og fallegt samstarf

Samstarf okkar í Samkennd við Birnu eiganda Character hefur verið gott og faglegt í alla staði. Þar sem þjónustu okkar fylgir uppsetning fjölbreyttra námskeiða, meðferðarhópa og tilfallandi viðburða koma skjót viðbrögð Birnu okkur afar vel. Þannig hefur vefsíða okkar ávallt staðist væntingar þar sem hægt hefur verið að bjóða upp á nýjustu upplýsingar fyrir okkar skjólstæðinga hvort sem það er fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki eða hópa. Við erum því afar ánægð með Birnu og þökkum gott samstarf.
Samkennd heilsusetur lógó

Hönnun og uppsetning gekk eins og í sögu

Hönnun og uppsetning á nýjum fyrirtækjavef Belgings gekk eins og í sögu. Vefurinn er núna mun einfaldari og stílhreinni og dregur fram lykilupplýsingar á hnitmiðaðan máta. Sagnfræðihornið er svo skemmtileg viðbót til að koma að örsögum um hin ýmsu verkefni sem við höfum unnið í gegnum tíðina.
Belgingur

Dr. Ólafur Rögnvaldsson

Stofnandi og framkvæmdastjóri

Framúrskarandi þjónusta

Við hjá Glersýn þökkum fyrir framúrskarandi þjónustu á sviði vefhönnunar og markaðsmála. Birna er algjör snillingur og við gefum henni okkar bestu meðmæli.
Glersýn

Ingvi Reynir Berndsen

Framkvæmdastjóri

Persónuleg og góð þjónusta

Ég leitaði til Birnu þar sem ég þurfti aðstoð við að uppfæra heimasíðuna mína sem var orðin úrelt. Birna tók strax á móti mér og veitti persónulega og góða þjónustu. Við unnum svo saman að því að ná útkomunni sem allir voru sáttir við. Hún veitti mér aðhald og ráðgjöf varðandi texta og annað sem þurfti að koma frá mér og leitaði lausna á því sem ég bað um. Eftir að heimasíðan fór í loftið hefur hún virkað mjög vel og svo er alltaf hægt að ná í Birnu og hún reddar því sem þarf að redda fljótt og örugglega.
Heillandi hugur

Skipulögð og öguð, hugmyndarík og hæf

Loksins rættist draumurinn um vefsíðu sem endurspeglaði áherslur mínar og persónuleika og inniheldur allt sem þarf fyrir fyrirtækið mitt Huglind. Birna hjá Character er í senn skipulögð og öguð, hugmyndarík og hæf og það skilaði allskonar skemmtilegum útfærslum og virkni og ekki síst því að síðan varð að veruleika á fáeinum vikum. Svo, já ég mæli með drifkrafti hennar, hæfni og hugmyndum.
Huglind

Umsagnir

Verkefnin

Scroll to Top

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að vera bleikir – fyrir okkur öll. Bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Bleiki dagurinn er föstudaginn 20. október 2023!