Fréttasafn
Höfundur er Birna María, eigandi og stafrænn hönnuður
Fréttir og greinar
Nýjustu fréttir ásamt pistlum um vef- og markaðsmál.
- Allt
- Fréttir
- Markaðssetning
- Verkin
META auglýsingaherferðir
Herferðir sem birtar eru í gegnum META auglýsingakerfið gefa góða raun og eru að virka vel fyrir okkar viðskiptavini. Við hönnum og setjum upp slíkar herferðir sem birtast í mörgum mismunandi flötum innan Facebook og Instagram, s.s. í feedi, messenger, stories, reels o.fl.
Litrík og „Linduleg“ vefsíða í loftið 💃
Það var einstaklega skemmtilegt að vinna með hinni litríku Kristínu Lindu að því að láta hennar drauma rætast um „Lindulega“ vefsíðu fyrir fjölbreytta starfsemi hennar sem sálfræðingur, fyrirlesari og ritstjóri.
Að leitast við að draga fram og sýna hennar karakter 🥰.
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar – Nýr vefur
Nýr vefur Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar hefur litið dagsins ljós.
Á vefnum er að finna upplýsingar um fjölbreytt úrval af námskeiðum í samkvæmisdönsum þar sem boðið er upp á kennslu fyrir allan aldur, bæði fyrir byrjendur sem lengra komna. Kennarar skólans hafa hver um sig margra ára reynslu í danskennslu.
Breytingar á gjaldskrá
Þann 1. september 2023 koma til breytingar á gjaldskrá áskriftarleiða og tímavinnu hjá Character vefstúdíó í ljósi almennra verðhækkana í samfélaginu.
Iggis – Er öllum ljóst hvert leiðin liggur?
Nýlega fór í loftið nýr vefur fyrir Iggis, fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í áherslumerkingum og jöfnu aðgengi fyrir alla. Á vefnum er að finna upplýsingar um fjölbreytt úrval fyrirtækisins af hættumerkingum, tröppunefjum, leiðarlínum, römpum og verkfærum fyrir fagmanninn. Iggis er jafnframt einn stærsti umboðsaðili áherslumerkinga á Íslandi.
Endurbætur á vefsvæði MedicAlert á Íslandi
Vefur MedicAlert á Íslandi hefur nú farið í gegnum gagngerar endurbætur hvað varðar framsetningu á merkjum og fréttum, auk þess að fá létta almenna andlitslyftingu í leiðinni. Breytingarnar skila notendavænna vefsvæði þar sem allir ættu að geta fundið merki við hæfi.
Heillandi hugur – Fræðslu og heilsusetur
Á dögunum var opnaður nýr vefur og vefverslun Heillandi hugar – Fræðslu og heilsuseturs. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuframboð, fróðlegar greinar með ráðum til bjargar í lífsins ólgu sjó og þar er hægt er að ganga frá kaupum á námskeiðum.
Völundarhús – Vel valið fyrir húsið þitt
Nýr vefur Völundarhúsa ehf. hefur litið dagsins ljós. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuframboð fyrirtækisins, áhugaverðan fróðleik um bæði bjálkahús og einingahús, ásamt fjölbreyttu úrvali af bjálkahúsum og efnispökkum fyrir einingahús í öllum stærðum og gerðum.
Klúbburinn Geysir – Með þér út í lífið
Nýr vefur fyrir Klúbbinn Geysi hefur litið dagsins ljós. Það eru því spennandi tímar hjá Klúbbfélögum að fá nýja vefinn í gagnið þar sem hægt er að kynnast starfseminni, fylgjast með fréttum og félagslegum viðburðum og félagar geta pantað sér mat.
Samanburður á markpóstþjónustum
Ef þú ert búin(n) að taka þá góðu ákvörðun að ráðast í að koma þér upp markpóstþjónustu og hefja útsendingu á stafrænum markpósti með reglubundnum hætti, þá á við eins og oft áður að hálfnað verk sé þá hafið er.
Mikilvægi markpósts í stafrænum heimi
Markpóstur er ein af fjölmörgum leiðum sem við höfum í stafrænni markaðssetningu – og mögulega sú öflugasta en jafnframt sú hagkvæmasta.