MótX ehf. er alhliða byggingafélag með víðtæka reynslu í nýbyggingu fasteigna. Félagið leggur áherslu á gæði, góða þjónustu og græn viðmið. Félagið hefur fengið fjölda viðurkenninga, bæði fyrir hönnun bygginga og frágang lóða á byggingarsvæði.
MótX leggur áherslu á umhverfisþætti og á vellíðan íbúa við hönnun og byggingu íbúða. Nýjustu byggingaverkefni félagsins að Hringhamri verða Svansvottuð og allar íbúðir sem félagið hefur byggt síðan 2021 hafa verið búnar fullkomnu loftræstikerfi sem hindrar rakamyndun og eykur loftgæði.
Nánar á motx.is.
Ég óska MótX innilega til hamingju með nýja ásýnd og þakka kærlega fyrir fallegt samstarf 💖
Birna María
Birna María
Það var Birna María Björnsdóttir, stafrænn hönnuður og eigandi Character vefstúdíó, sem á allan heiður að hönnun og uppsetningu á vefnum og viljum við þakka henni frábært samstarf.
Gunnlaugur Auðunn Ragnarsson
Fjármálastjóri