Listin að lifa er krefjandi verkefni, ævintýri og gjöf. Kristín Linda er sálfræðingur af hugsjón, henni finnst heillandi að hjálpa fólki á lífsins vegi og Huglind heldur utan um starfið hennar.
Meðal verkefna var hönnun á lógó Huglindar, vefhönnun, viðhald og þróun á vefsvæði ásamt kennslu á WordPress.
Nánar á Huglind.is.
Loksins rættist draumurinn um vefsíðu sem endurspeglaði áherslur mínar og persónuleika og inniheldur allt sem þarf fyrir fyrirtækið mitt Huglind. Birna hjá Character er í senn skipulögð og öguð, hugmyndarík og hæf og það skilaði allskonar skemmtilegum útfærslum og virkni og ekki síst því að síðan varð að veruleika á fáeinum vikum. Svo, já ég mæli með drifkrafti hennar, hæfni og hugmyndum.
Kristín Linda
Sálfræðingur, fyrirlesari og ritstjóri hjá Huglind