Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, vinna að sem hagfelldustu starfsumhverfi fyrir þessa aðila, styrkja ímynd þeirra, efla stöðu þriðja geirans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd hans gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum.
Meðal verkefna fyrir Almannaheill eru vefhönnun, viðhald og þróun á vefsvæði.
Nánar á almannaheill.is.
Birna bjó til nýjan vef fyrir Almannaheill. Þar voru sameinuð tvö úr sér gengin svæði í eitt. Það var æðislegt að vinna með Birnu frá fyrstu samskiptum. Hún vann með Almannaheillum að því að skerpa áherslur, samræma vinnubrögð og færa stafræna miðlun inn í nútímann.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
Kynningarfulltrúi UMFÍ og stjórnarmaður í Almannaheillum