Klúbburinn Geysir – Með þér út í lífið

Klúbburinn Geysir – Með þér út í lífið

Nýr vefur fyrir Klúbbinn Geysi hefur litið dagsins ljós, en gamli vefurinn þeirra var orðin ansi lúinn og lítið sem ekkert hægt að uppfæra hann eða viðhalda efnislega. 

Það eru því spennandi tímar hjá Klúbbfélögum að fá nýja vefinn í gagnið þar sem hægt er að kynnast starfseminni, fylgjast með fréttum og félagslegum viðburðum og félagar geta pantað sér mat. Skoða nýja vefinn: klubburinngeysir.is

Við þökkum starfsfólki og félögum í Klúbbnum Geysi kærlega fyrir traustið og fallegu samvinnuna. 💖 

Geðheilsa er líka heilsa
#klubburinngeysir

Kynning á nýju vefsíðunni
Picture of Birna María

Birna María

Birna María er eigandi og stafrænn hönnuður Character vefstúdíó.

Hvernig getum við aðstoðað?

Við léttum þér lífið í stafræna ferðalaginu með því að sjá um vefinn, setja upp nýtt markaðsefni eða fríska upp á samfélagsmiðlana.

Nýjustu færslurnar

Alþjóðlegur leiðtogafundur um málefni kennara, ISTP 2025, fór fram í Hörpu dagana 24 - 26. mars. Á fundinum komu saman 25 menntamálaráðherrar leiðandi ríkja á sviði menntamála ásamt formönnum kennarasamtaka til að ræða menntaumbætur.

Glæsileg framkvæmd hjá @komumradstefnur og gaman að fá að vera með ásamt öllum hinum fjölmörgu snillingunum. 👏
...

1 1

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag en hann fer fram þann 8. mars ár hvert. Dagurinn var opinberlega viðurkenndur af Sameinuðu þjóðunum árið 1977, en á rætur sínar að rekja til verkalýðs- og femínistahreyfinga í Evrópu og Norður-Ameríku snemma á 20. Öld. Á þessum degi er árangur kvenna í gegnum tíðina heiðraður samhliða því að vakin er athygli á jafnrétti kynjanna og þörfinni á baráttunni fyrir réttindum kvenna. ...

0 0

MótX ehf. er alhliða byggingafélag með víðtæka reynslu í nýbyggingu fasteigna. Félagið leggur áherslu á gæði, góða þjónustu og græn viðmið.

Félagið hefur fengið fjölda viðurkenninga, bæði fyrir hönnun bygginga og frágang lóða á byggingarsvæði.

Nánar á motx.is.

Ég óska MótX innilega til hamingju með nýja ásýnd og þakka kærlega fyrir fallegt samstarf 💖
Birna María
...

0 0

Hátíðarkveðja🎄
Þökkum fallegt og gæfuríkt samstarf á árinu sem er að líða og hlökkum til komandi verkefna á nýju ári.
...

2 0
Scroll to Top