Sena er upplifunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða viðburðum og afþreyingu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Má þar nefna tónleika, uppistand, skipulagða fyrirtækjaviðburði, ráðstefnur, fundi og dreifingu tölvuleikja. Sena er skráð ferðaskrifstofa og DMC (Destination Management Company) og hefur til fjölda ára aðstoðað innlend og erlend fyrirtæki við að upplifa Ísland á einstakan hátt.
Meðal verkefna fyrir Senu eru hönnun og uppsetning á nýrri vefsíðu fyrirtækisins sem skyldi endurspegla fjölbreytta starfsemi þess og vera bæði á íslensku og ensku.
Vinna um hönnun og uppsetningu á nýjum vef Senu gekk vel og við erum mjög ánægð með samstarfið við Birnu hjá Character vefstúdíó. Við erum himinlifandi með nýja vefsvæðið sem endurspeglar fjölbreytta starfsemi Senu, metnað og framkvæmdagleði á sviði viðburðahalds fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga.
Lilja Ósk Diðriksdóttir
Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar