Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga Klúbbsins til þátttöku í samfélaginu. Það er gert með því að halda uppi vinnumiðuðum degi með félögum, þar sem í boði eru fjölbreytt verkefni sem öll miðast að rekstri klúbbsins.
Meðal verkefna fyrir Klúbbinn Geysi er vefhönnun, viðhald og þróun á vefsvæði félagsins.
Nánar á klubburinngeysir.is.