Samkennd heilsusetur er stofnað af Önnu Sigurðardóttur. Anna er sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna, eigandi og framkvæmdastýra.
Markmiðið Samkenndar er að skapa rými þar sem hægt er að sækja umvefjandi þjónustu sem byggð er á traustum og faglegum grunni, stuðlar að almennri betri líðan, er sjálfseflandi og heilandi fyrir líkama og sál.
Helstu verkefni fyrir Samkennd eru vefhönnun, viðhald og þróun vefsvæðis.
Nánar á samkennd.is.
Samstarf okkar í Samkennd við Birnu eiganda Character hefur verið gott og faglegt í alla staði. Þar sem þjónustu okkar fylgir uppsetning fjölbreyttra námskeiða, meðferðarhópa og tilfallandi viðburða koma skjót viðbrögð Birnu okkur afar vel. Þannig hefur vefsíða okkar ávallt staðist væntingar þar sem hægt hefur verið að bjóða upp á nýjustu upplýsingar fyrir okkar skjólstæðinga hvort sem það er fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki eða hópa. Við erum því afar ánægð með Birnu og þökkum gott samstarf.
Anna Sigurðardóttir
Sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna
Eigandi & framkvæmdarstýra