Vestnorden er árlegur viðburður fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu þar sem Ísland, Grænland og Færeyjar eru í aðalhlutverki. Þetta er stærsti árlegi viðburður fyrirtækja á Norður-Atlantshafssvæðinu og tengir saman kaupendur og seljendur.
NATA (North Atlantic Tourism Association) eru samtök sem stuðla að og styðja samstarf í ferðaþjónustu fyrir Ísland, Grænland og Færeyjar. NATA veitir tækifæri og styrki til samstarfs, sameiginlegra verkefna og menningarskipta innan svæðisins.
Helstu verkefni fyrir NATA síðan 2016;
- Vefhönnun, viðhald og þróun á vefsvæði
- Uppsetning á Mailchimp markpóstakerfi og tenging við vefsvæði
- Hönnun, vinna við efnistök og listavinna í tengslum við upplýsingapósta í aðdraganda Vestnorden ár hvert
Verkefnið er unnið í samvinnu við Visit Iceland, Visit Greenland og Visit Faroe Islands og framkvæmdaraðila hvers lands fyrir sig. Nánar á vestnorden.com.
Vinna við hönnun og uppsetningu á nýjum vef Senu gekk vel og við erum mjög ánægð með samstarfið við Birnu hjá Character vefstúdíó. Við erum himinlifandi með nýja vefsvæðið sem endurspeglar fjölbreytta starfsemi Senu, metnað og framkvæmdagleði á sviði viðburðahalds fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga.
Lilja Ósk Diðriksdóttir
Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar