Vestnorden er árlegur viðburður fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu þar sem Ísland, Grænland og Færeyjar eru í aðalhlutverki. Þetta er stærsti árlegi viðburður fyrirtækja á Norður-Atlantshafssvæðinu og tengir saman kaupendur og seljendur.
NATA (North Atlantic Tourism Association) eru samtök sem stuðla að og styðja samstarf í ferðaþjónustu fyrir Ísland, Grænland og Færeyjar. NATA veitir tækifæri og styrki til samstarfs, sameiginlegra verkefna og menningarskipta innan svæðisins.
Helstu verkefni fyrir NATA síðan 2016;
- Vefhönnun, viðhald og þróun á vefsvæði
- Uppsetning á Mailchimp markpóstakerfi og tenging við vefsvæði
- Hönnun, vinna við efnistök og listavinna í tengslum við upplýsingapósta í aðdraganda Vestnorden ár hvert
Verkefnið er unnið í samvinnu við Visit Iceland, Visit Greenland og Visit Faroe Islands og framkvæmdaraðila hvers lands fyrir sig. Nánar á vestnorden.com.