5C er aðferðafræði sem byggir á rannsóknum og er notuð víða um veröld í sálfræðilega færniþjálfun í íþróttum. Hún snýst um að kenna íþróttafólki að átta sig á margvíslegum kröfum sem eru gerðar til þeirra. Með því geta þau öðlast færni og eiginleika sem hjálpa þeim að dafna innan sem utan íþróttanna.
Verkefnið 5C hlaut styrk úr styrkjaáætlun Evrópusambandsins Erasmus+ árið 2021. Að verkefninu stóðu ÍSÍ, UMFÍ, Knattspyrnusamband Íslands, Fimleikasamband Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Nottingham Trent háskólinn og Loughborough háskólinn í Englandi. Tvö félög tóku þátt í verkefninu, fimleikadeild Ármanns og knattspyrnudeild Fylkis. Bæði starfsmenn félaganna og þjálfarar komu að verkefninu, ásamt rannsóknarteymi háskólanna.
Vefsvæði utan um verkefnið var unnnið í samstarfi við ÍSÍ og Háskólann í Reykjavík.
Nánar á 5c.is.
Birna var skipulögð, þolinmóð og fagleg


