Nokkur góð ráð og hugmyndir sem gætu hjálpað við að auka umferð á vefinn þinn.
Ertu að reka fyrirtæki, selja vörur eða þjónustu? Ert þú ekki að fá næga umferð á vefinn þinn? Ekki hafa áhyggjur, það margt hægt að gera!
Til að auka umferð á vefsvæði eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga;
- Vel uppsettur vefur
Vel unnið vefsvæði með áhugaverðu innihaldi sem virkar vel á bæði hefðbundnum skjám sem og í snjalltækjum er fyrsta skrefið. - Vönduð efnistök
Það skiptir öllu máli að á vefnum sé að finna vönduð og viðeigandi efnistök sem snúa að þörfum og áhugasviði þess markhóps sem þú vilt helst tala til. Gættu þess að vefurinn sé uppfærður, bæði tæknlega og efnislega, en það má til dæmis gera með því að vera með vefinn í vefumsjón. - Leitarvélabestun
Að vera með vef er mikilvægt – en að vera með vef sem fólk finnur er gulls ígildi. Leitarvélabestun (SEO) tryggir að vefurinn þinn finnst í leitarniðurstöðum – án þess að þurfa að borga fyrir hvern smell. Með réttri uppsetningu birtist vefurinn þinn ofar í Google, sem leiðir til meiri umferðar, betri sýnileika og aukinna viðskipta. - Samfélagsmiðlar
Kynntu efnið með upplýsandi- og jákvæðum hætti á samfélagsmiðlum þar sem áhorfendur eru virkir. Vertu virk(ur) í samskiptum við fylgjendur og hvettu til deilingar á efninu. - Keyptar auglýsingar
Til að ná til breiðari markhóps er áhrifaríkt að fjárfesta í keyptum auglýsingum á bæði í gegnum auglýsingahagkerfi META sem og Google Ads platforms, þar sem greitt er fyrir hvern smell (PPC). - Greiningartól og mælingar
Til þess að geta tekið góðar ákvarðanir um það hvernig þau atriði sem verið er að vinna með hverju sinni eru að reynast, þá er er mikilvægt að setja upp greiningartól sem skila stöðuskýrslum varðand umferð og frammistöðu vefsvæðisins með reglubundnum hætti. Þannig má betur átta sig á því hvort herferðir eða vinna við leitarvélabestun er að skila sér. Greiningartækin skila upplýsingum um það hvaðan umferðin er að koma, hvaða leitarorð eru að skila smellum og hvar tækifæri til betrumbóta liggja. Uppsetning á greiningartólum er gerð í samvinnu við vefhönnuð og í samhengi við þau markmið og væntingar sem til vefsvæðisins eru gerðar.