Samanburður á markpóstþjónustum

Samanburður á markpóstþjónustum

Ef þú ert búin(n) að taka þá góðu ákvörðun að ráðast í að koma þér upp markpóstþjónustu og hefja útsendingu á stafrænum markpósti með reglubundnum hætti, þá á við eins og oft áður að hálfnað verk sé þá hafið er. 

Næsta mál er að bera saman þau forrit sem í boði eru og velja það sem best hentar þér og þínum rekstri.

Í þessarri grein skoðum við nokkrar þjónustur, kosti þeirra og galla, verðlagningu, samþættingu við vefi og samfélagsmiðla og fyrir hvers konar rekstur hver þeirra hentar best. 

Hvað skiptir máli þegar valin er markpóstþjónusta?
Góð markpóstþjónusta ætti að búa yfir notendanvænu viðmóti, það þarf að vera hægt að senda „persónulegan“ fjöldapóst og helst þarf að vera hægt að búa til undirhópa (e. segments) undir viðtakendalistum.

Lykilatriði þegar velja á þjónustu:

  • Draga og sleppa ritill (e. Drag and drop editor)
  • Hægt að setja upp ólíkar tegundir af útsendingum (e. campaigns)
  • Hægt að sjálfvirknivæða útsendingar, þ.e.a.s. hægt að velja dagsetningu og tíma sem útsendingin fer út (e. marketing automation)
  • Skráningarform sem hægt er að setja á vefsíðu viðkomandi fyrirtækis, sem pop-up eða skráningarform á Facebook (e. sign-up forms)
  • Samþætting við önnur markaðstól og tæki, s.s. CRM og Analytics tól (e. integrations)
  • Að póstarnir stoppi ekki í ruslpóstssíum (e. deliverability) 
  • Að þjónusta við kerfið sé skjót og gjóð (e. support). 

Helstu markpóstþjónusturnar

  • MailChimp
  • Active Campaign
  • Mailer Lite
  • Send in Blue
  • Constant Contact
  • Drip
  • ConvertKit
MailChimp

Leiðandi í heiminum í markpóstþjónustu, mögulega vegna þess að með MailChimp getur þú sent allt að 10,000 pósta á mánuði á allt að 2,000 viðtakendur – frítt. En takmarkanirnar eru þó nokkrar en þetta dugar þó flestum minni fyrirtækjum og einyrkjum. 

Active Campaign
Frekar ætlað stórnotendum sem vilja nýta sér í miklu magni sjálfvirknivæðingu í útsendingum (e. automation). Einnig hentugt fyrir smærri fyrirtæki sem nota markpósta sem sölurásir. 

MailerLite 
Nýlegt á markaðnum, þægilegt í notkun og gott notendaviðmót. 

Picture of Birna María

Birna María

Birna María er eigandi og stafrænn hönnuður Character vefstúdíó.

Hvernig getum við aðstoðað?

Við léttum þér lífið í stafræna ferðalaginu með því að sjá um vefinn, setja upp nýtt markaðsefni eða fríska upp á samfélagsmiðlana.

Nýjustu færslurnar

Alþjóðlegur leiðtogafundur um málefni kennara, ISTP 2025, fór fram í Hörpu dagana 24 - 26. mars. Á fundinum komu saman 25 menntamálaráðherrar leiðandi ríkja á sviði menntamála ásamt formönnum kennarasamtaka til að ræða menntaumbætur.

Glæsileg framkvæmd hjá @komumradstefnur og gaman að fá að vera með ásamt öllum hinum fjölmörgu snillingunum. 👏
...

1 1

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag en hann fer fram þann 8. mars ár hvert. Dagurinn var opinberlega viðurkenndur af Sameinuðu þjóðunum árið 1977, en á rætur sínar að rekja til verkalýðs- og femínistahreyfinga í Evrópu og Norður-Ameríku snemma á 20. Öld. Á þessum degi er árangur kvenna í gegnum tíðina heiðraður samhliða því að vakin er athygli á jafnrétti kynjanna og þörfinni á baráttunni fyrir réttindum kvenna. ...

0 0

MótX ehf. er alhliða byggingafélag með víðtæka reynslu í nýbyggingu fasteigna. Félagið leggur áherslu á gæði, góða þjónustu og græn viðmið.

Félagið hefur fengið fjölda viðurkenninga, bæði fyrir hönnun bygginga og frágang lóða á byggingarsvæði.

Nánar á motx.is.

Ég óska MótX innilega til hamingju með nýja ásýnd og þakka kærlega fyrir fallegt samstarf 💖
Birna María
...

0 0

Hátíðarkveðja🎄
Þökkum fallegt og gæfuríkt samstarf á árinu sem er að líða og hlökkum til komandi verkefna á nýju ári.
...

2 0
Scroll to Top