fbpx

Hvað á að hanna í dag?

Hvað á að hanna í dag?

Canva er frábært verkfæri fyrir alla þá sem vilja koma sinni vöru eða þjónustu á framfæri í hinum stafræna heimi. Fyrir okkur stafrænu markaðsnördana þá opnar Canva Pro nýjar víddir og er frábær viðbót við hin hefðbundnari en mun dýrari og þunglamalegri hönnunartól eins og Photoshop, Illustrator, Lightroom og InDesign. Það er óhætt að segja að fáir (engir) komist með tærnar þar sem Canva er með hælana þegar kemur að hönnun á stafrænu markaðsefni. Auðvitað hjálpar svo mikið að hafa gott auga fyrir því sem verið er að reyna að ná fram 😉

Ef þú vilt læra á Canva eða Canva Pro þá er góð byrjun að skrá sig fyrir ókeypis aðgangi á canva.com og prófa sig aðeins áfram sjálf/ur. Canva býður upp á öfluga kennslu á sínum vef undir heitinu Canva Design School: canva.com/designschool.
 
Í framhaldinu er svo til dæmis hægt að bóka kennslu hjá mér ef þig langar til að læra meira eða vantar stuðning til að verða færari sjáf/ur. Ég hef sjálf notað Canva Pro frá árinu 2015 og nýti það mikið í mínu starfi samhliða fjölmörgum öðrum hönnunartólum, en þau hafa hvert sinn styrkleika. Ekkert eitt getur því miður leyst allt sem að stafrænn hönnuður vinnur að á degi hverjum, en með Canva Pro er hægt að gera margt sem ekki var hægt áður nema að vera grafískur hönnuður og hafa aðgang að mjög dýrum hönnunartólum. 
 
Ef að þér líst ekki á að leggja tíma eða vinnu í það að læra til verka sjálf/ur, þá má auðvitað hafa samband og panta framúrskarandi stafrænt markaðsefni eða öfluga auglýsingaherferð fyrir META til að keyra á samfélagsmiðlum eða Google Ads fyrir þína vöru eða þjónustu 😘
 
Það er leikur að læra – og endalaust af möguleikum 🙂 🥰
Picture of Birna María

Birna María

Birna María er eigandi og stafrænn hönnuður Character vefstúdíó.

Scroll to Top