fbpx

Reglulegar kerfisuppfærslur – Af hverju skipta þær máli?

Reglulegar kerfisuppfærslur – Af hverju skipta þær máli?

Til að hámarka öryggi og frammistöðu og til að lágmarka áhættuna á því að vefsvæði verði fyrir netárásum í gegnum úrelta kerfishluta, eða að það hreinlega brotin og hætti að virka, eru reglulegar uppfærslur á Word Press vefumsjónarkerfinu (e. CMS core updates), vefsniði (e. theme) og viðbótum (e. plugins) algjört lykilatriði.

Að byggja WordPress vefsíður er svolítið eins og að byggja úr Lego kubbum. Hvað þú getur byggt fer alveg eftir því hvaða kubba þú ert með í höndunum. Vefumsjónarkerfið (CSM) sjálft er grunnurinn (kubbaplatan), það er frítt og open source kerfi, en til þess að fá fram þá virkni sem óskað er eftir þarf að byggja hvern vef upp með tilliti til þess sem hann á að geta gert. Til þess þarf ólíka grind (vefsnið og builder) og kubba (viðbætur).

Þegar búið er að setja upp WordPress vefumsjónarkerfið þarf að velja vefsnið og byggingarefni (e. Theme and builder), sem ræður að miklu leiti því í hvaða umhverfi vefhönnuðurinn starfar í. Þar er mikilvægt að vanda til verka því að síða sem er byggð upp á lélegu vefsniði gerir alla viðhaldsvinnu erfiðari og takmarkar framsetningarmöguleika þess sem setur síðuna upp og sinnir henni.

Allar vefsíður sem settar eru upp af Character vefstúdíó skarta úrvals vefsniði (e. Premium Theme) og eru uppfærð með reglubundnum hætti, bæði í Þeim netta og Þeim þétta. Notkun á úrvals vefsniði tryggir það að reglulega bætast inn nýjir framsetningarmöguleikar og nýjum áskorunum í öryggismálum á hinu síbreytilega interneti er svarað af þróunaraðilum. 

Það sama gildir um viðbætur (e. Plugins), sem eru sjálft byggingarefnið (lego kubbarnir) sem síðan er byggð úr. Úr þeim er virknin sem óskað er eftir byggð úr. Sumar óskir er hægt að leysa með fríum viðbótum sem eru öllum opnar, en til þess að leysa aðrar óskir þarf að kaupa leyfi fyrir keyptum viðbótum (e. Pro / Premium Plugins). Oft eru viðbætur líka þannig að það er hægt að gera eitthvað takmarkað með því að nota fríu útgáfuna (e. free version) – en svo þarf að greiða fyrir það að opna á alla þá möguleika sem í boði eru (e. Pro / Paid version).

Keypt leyfi eru svo þannig að þau þarf að endurnýja á hverju ári til þess að viðhalda virkninni og fá aðgang að uppfærslum. Ef þessi leyfi eru ekki endurnýjuð þá hætta viðbæturnar að virka og virknin sem óskað er eftir dettur út. Þegar búið er að byggja upp vefsíðu sem skartar fjölmörgum keyptum viðbótum, þá kemur til kostnaður á hverju ári við að endurnýja þessi leyfi.

Sá hinn sami og setur vefsíðuna upp er án alls vafa best til þess fallinn að framkvæma þessa vinnu þar sem að handtökin við uppsetningu síðunnar eru mörg og þræðirnir fjölmargir sem að halda þarf utan um. WordPress vefsíður eru uppbyggðar úr fjölmörgum einingum sem allar þurfa á eftirfylgni og uppfærslum að halda. 

Það er til lítils að fjárfesta tíma og fjármunum í að setja upp fallega og fagmannlega unna vefsíðu – og láta hana svo drabbast niður. Þess vegna skiptir reglubundið viðhald á vefsíðunni þinni öllu mál.

Nánari upplýsingar varðandi umönnun á vefsvæðum má lesa hér.

Picture of Birna María

Birna María

Birna María er eigandi og stafrænn hönnuður Character vefstúdíó.

Hvernig getum við aðstoðað?

Við léttum þér lífið í stafræna ferðalaginu með því að sjá um vefinn, setja upp nýtt markaðsefni eða fríska upp á samfélagsmiðlana.

Nýjustu færslurnar

Hátíðarkveðja🎄
Þökkum fallegt og gæfuríkt samstarf á árinu sem er að líða og hlökkum til komandi verkefna á nýju ári.
...

2 0
Scroll to Top