Leitarvélabestun (SEO) miðar að betri sýnileika í leitarniðurstöðum þegar leitað er eftir þinni vöru eða þjónustu á Google. Með réttri uppsetningu birtist vefurinn ofar í leitarvélum, sem leiðir til meiri umferðar, betri sýnileika og aukinna viðskipta.
Þegar leitarvélabestun er unnin samkvæmt bestu framkvæmd (e. best practices), þá fer vefurinn hægt og rólega að birtast ofar í leitarniðurstöðum þegar ákveðin orð og-/eða orðasambönd eru slegin inn í leitarvélar.
Hvenær fer ég að sjá árangur?
Leitarbestunarvinna tekur tíma – fyrstu merki sjást alla jafna eftir einn til þrjá mánuði, en áhrifin byrja að koma í ljós yfir 6 – 12 mánaða skeið. Fyrir stækkandi vefsvæði er leitarbestunarvinna órjúfanlegur þáttur í uppbyggingu vefsvæðisins og krefst nauðsynlegs viðhalds, rétt eins og efnistök og tæknilegir þættir vefsvæðisins.
Við fylgjum þér í gegnum ferlið og sýnum fram á árangur með skýrslum og eftirfylgni.
Keyptar niðurstöður
Til viðbótar við þá vinnu sem fer fram í tengslum við leitarvélabestun, þá er hægt að setja upp Google Ads auglýsingar sem skila keyptum niðurstöðum við leit (e. sponsored ads).
Það er hjálplegt að gera það samhliða leitarvélabestun til þess að hraða finnanleika þeirrar vöru- eða þjónustu sem um ræðir, en markmiðið er þó engu að síður að birtast „organic“ á fyrstu síðu Google, án keyptrar aðkomu.
Leitarvélabestun (SEO)
Að vera með vef er mikilvægt – en að vera með vef sem fólk finnur er gulls ígildi. Sjá nánar um leitarvélabestun hér.
Vefumsjón
Í vefumsjón felst viðhald og vöktun á vefnum þínum, uppfærsla á vefkerfum með reglubundnum hætti og umsjón með innsetningu á efni.