Leitarvélarbestun (SEO)

Við hjálpum þér að birtast þar sem það skiptir máli – á fyrstu síðu í leitarniðurstöðum Google – án þess að þurfa að borga fyrir hvern smell.

Árangursrík bestun á vefsæðinu þínu

Að vera með vef er mikilvægt - en að vera með vef sem fólk finnur er gulls ígildi

Leitarvélabestun (SEO) tryggir að vefurinn þinn finnst í leitarniðurstöðum – án þess að þurfa að borga fyrir hvern smell. Með réttri uppsetningu birtist vefurinn þinn ofar í Google, sem leiðir til meiri umferðar, betri sýnileika og aukinna viðskipta.

Gildir frá 1. júní 2025

Grunnur 🐣
SEO grunnur fyrir minni vefi

Fyrir smærri fyrirtæki, ný vefsvæði eða einyrkja sem vilja byggja upp grunninn að sýnileika í leitarvélum.

Þú færð:

  • Úttekt á núverandi stöðu (Audit)
  • Lykilorðagreining (allt að 10 orð)
  • Bestun á allt að 10 síðum
  • Uppsetning á Google Search Console og nauðsynlegum SEO virknum 
  • 1 klst SEO vinna/mán
  • Mælingar og einföld skýrsla

Ávinningur:

  • Skýr grunnvinna til að byggja ofan á
  • Betri sýnileiki fyrir mikilvægustu síðurnar
  • SEO sem byrjar að skila árangri innan vikna

📌 Tímalína: 3–4 vikur
Hentar vel fyrir einyrkja og smærri fyrirtæki sem vilja byrja að sjást á Google.

Grunnur er ekki í boði fyrir vefsverslanir eða vefsvæði sem telja yfir 10 síður. Miðast við eitt tungumál.

Afl 💪
Fyrir sýnileika sem skilar árangri

Fyrir vefi með fleiri síður og meiri samkeppni sem þurfa reglulega bestun og eftirfylgni til að styrkja stöðu sína á Google.

Þú færð:

  • Ítarlega greining og samkeppnismat
  • Lykilorðagreining (allt að 25 orð)
  • Bestun á allt að 25 síðum
  • Greining á samkeppni og tækifærum
  • Tæknilegt SEO audit + úrbætur
  • 5 klst SEO vinna/mán
  • Mánaðarleg skýrsla og ráðgjöf

Ávinningur:

  • Sýnileiki á fleiri leitarorðum
  • SEO sem þróast með vefnum þínum
  • Regluleg eftirfylgni og stöðugur vöxtur

📌 Tímalína: 2–3 mánuðir + eftirfylgni
Fullkomið fyrir fyrirtæki í vexti sem vilja bæta sig í leitarniðurstöðum mánuð eftir mánuð.

Árangur ⚡️
Alhliða SEO fyrir hámarksáhrif

Fyrir stærri vefsvæði og aðila sem vilja sjá stöðugan vöxt, trausta stöðu og markviss áhrif á leitarniðurstöðum.

Þú færð:

  • Heildargreining á vef og samkeppnisaðilum
  • Lykilorðagreining (allt að 60 orð)
  • Bestun á allt að 60 síðum
  • Tæknivinna og conversion tracking
  • Link-building ráðgjöf + stuðningur við efni
  • 8 klst SEO vinna/mán
  • Skýrslur, stefnumótun og reglulegir fundir

Ávinningur:

  • Markviss vöxtur og stöðugur árangur
  • SEO sem styður við viðskiptamarkmið
  • Þjónusta sem mætir þér þar sem þú ert – og hjálpar þér áfram

📌 Tímalína: 3+ mánuðir – langtímavinna með mælanlegum árangri
Fyrir stærri vefsvæði og fyrirtæki með skýra sýn á vöxt.

Samanburðartafla

Pakki Lykilorðagreining Fjöldi síðna í bestun Tæknivinna og audit Mælingar og uppsetning Skýrslugerð SEO vinna/mán Lengd verkefnis Fyrir hverja
Grunnur Allt að 10 Allt að 10 Einföld skýrsla 1 klst. 3–4 vikur Ný eða smá vefsvæði
Afl Allt að 25 Allt að 25 Já + ítarleg úttekt Mánaðarleg 5 klst. 6–8 vikur Fyrirtæki í vexti
Árangur Allt að 60 Allt að 60 Já + tracking & conversion Já + sértæk markmið Mánaðarleg + stefnumörkun 8 klst. 3+ mánuðir Metnaðarfull vefsvæði í samkeppni

Hvað felst í leitarvélabestun?

Leitarvélabestun (SEO)

Við hjálpum þér að ná betri sýnileika í leitarvélum án þess að þurfa að borga fyrir hvern smell. Með markvissri leitarvélabestun tryggjum við að viðskiptavinir finni þig þegar þeir leita eftir þinni vöru eða þjónustu.

Þegar leitarvélabestun er unnin samkvæmt bestu framkvæmd (e. best practices), þá fer vefurinn hægt og rólega að birtast ofar og ofar í leitarniðurstöðum þegar ákveðin orð og-/eða orðasambönd eru slegin inn í leitarvélar.

Hvenær fer ég að sjá árangur?
Leitarbestunarvinna tekur tíma – fyrstu merki sjást oft eftir einn til þrjá mánuði, en mestu áhrifin koma yfir 6 – 12 mánaða skeið. Við fylgjum þér í gegnum ferlið og sýnum fram á árangur með skýrslum og eftirfylgni.

Keyptar niðurstöður
Til viðbótar við þá vinnu sem fer fram í tengslum við leitarvélabestun, þá er hægt að setja upp Google Ads auglýsingar sem skila keyptum niðurstöðum við leit (e. sponsored). Það er ágætt að gera það samhliða leitarvélabestun til þess að auka hraðar sýnileika þeirrar vöru- eða þjónustu sem um ræðir, en markmiðið er þó engu að síður að birtast „organic“ á fyrstu síðu Google, án keyptrar aðkomu.

Úttekt og verkferlar

Úttekt á vefsíðu nær til nokkurra lykilsviða, þar á meðal almennt heilsufar vefsvæðisins, greining á hverri síðu fyrir sig, tæknileg SEO atriði, vefsíðuhraði og öryggi, trúverðugleiki lénsins, stöðukóðar á HTTP/S, stöðu á hlekkjum, síðutitlar og meta lýsingar, ásamt fleiru.

Þegar vefur er tekinn í leitarbestunarferli þá byrjum við á að taka út og greina vefsvæðið. Út frá því er mótuð stefna og í framhaldi farið í þá verkþætti sem tilheyra ferlinu. 

Eftirfarandi eru þeir verkþættir sem farið er í;

  • Úttekt á vefsvæði 
  • Yfirferð á Google uppsetningu
  • Leitarorðagreining
  • Verkskipulag skvt tiltekinni áskriftarleið
  • Mánaðarlegar skýrslur sendar
  • Reglulegt endurmat á verkskipulagi

Leitarorðagreining

Þegar leitarorðagreining er framkvæmd þá er skoðað hvaða orð og orðasambönd fólk setur inn í Google þegar það er að leita að tiltekinni vöru eða þjónustu. Vefsvæðið er svo yfirfarið með þessi orð og orðasambönd í huga ásamt því að þau eru tengd við Google Ads aðgang.

Þannig er komið á tenginu á milli þess sem kemur fram á vefsvæði og þeirra upplýsinga sem Google hefur um viðkomandi þjónustusala, þ.e.a.s. hvaða vöru og þjónustu viðkomandi hefur upp á að bjóða. Þetta hjálpar Google að staðreyna þær upplýsingar og gefur Google þar með traustari forsendur til að vísa á þann aðila þegar tiltekin orð og orðasambönd eru slegin inn í leitarvélina. 

Utanumhald og eftirfylgni

Mikilvægt er að mæla og fylgjast með árangri af þeirri vinnu sem þegar hefur verið fjárfest í, viðhalda henni og byggja ofan á til að ná enn betri árangri. Vinnu við leitarvélabestun er gott að hugsa sem langtíma fjárfestingu, enda er vinnan sem í henni felst langhlaup en ekki spretthlaup.

Scroll to Top