Um Character
Birna María er eigandi og stafrænn hönnuður Character vefstúdíó
Markmið
Markmiðið er að veita ávallt faglega og framúrskarandi þjónustu.
Gildi
Að vinna náið með viðskiptavinum að þeirra stafrænu vegferð. Að leggja mig fram við að finna þær leiðir sem henta hverjum og einum.
Þjónusta
- Vefhönnun og vefumsjón
- Stafrænt markaðsefni
- META og Google auglýsingar
- Greiningartól og leitarvélabestun
- Fréttabréf, kennsla og ráðgjöf
- Tæknileg aðstoð
Birna María
Eigandi og stafrænn hönnuður

Ég hef starfað við markaðsmál, vefhönnun og viðburðastjórnun með einum eða öðrum hætti frá 2003 og hef víðtæka reynslu af vinnslu á vef-, markaðs- og kynningarmálum frá ýmsum hliðum.
Á meðal þeirra fyrirtækja sem ég hef starfað fyrir eru hugbúnaðarfyrirtæki, smásölufyrirtæki, hátæknifyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, ráðstefnu- viðburða- og hvataferðafyrirtæki, og ferðaþjónustufyrirtæki.
Ég hef verið svo lánsöm að starfa bæði í innlendu- og alþjóðlegu umhverfi með öflugu fólki og sterkum vörumerkjum hjá fyrirtækjum í ólíkum geirum og rekstrarumhverfi, þar með talið í sprotaumhverfi, hjá stórfyrirtæki og hjá litlum- og meðalstórum fyrirtækjum.
Frá ársbyrjun 2018 hef ég starfað sjálfstætt undir merkjum Character vefstúdíó og á þeim tíma unnið með fjölbreyttum hópi fólks og fyrirtækja að þeirra stafrænu vegferð og við það að koma þeirra skilaboðum á framfæri.
Nánar
Í verkfærakistunni er að finna öll helstu forrit og þjónustur sem tengjast stafrænni markaðssetningu, vefhönnun og myndvinnslu. Ég hef bætt við mig fjölda námskeiða til viðbótar við háskólanámið og er fljót að tileinka mér nýja tækni og þekkingu.
Að auki bý ég yfir víðtækri reynslu af viðburðastjórnun en ég hef sett upp og haldið utan um fjölda smærri og stærri viðburða eins og starfsdaga, árshátíðir og hvataferðir. Árið 2006 verkefnastýrði ég 100 ára afmælis Símans og árin 2009 – 2018 átti ég þátt í uppbyggingu, framkvæmd og markaðssetningu tónleikaverkefnis.
Þessi fjölbreytti bakgrunnur gerir mér kleift að setja mig í spor annarra og sjá tækifærin frá sjónarhóli þess sem ég starfa fyrir hverju sinni. Þetta hefur reynst mér verðmætur eiginleiki sem mínir viðskiptavinir kunna vel að meta.
Gott markaðsstarf er „teamwork“
Farsælt samstarf um gott markaðsstarf er teymisvinna þeirra sem að því koma. Frá þeim vinkli kemur sér vel bakgrunnur minn úr keppnisíþróttum, en ég var leikmaður Vals í knattspyrnu á árum áður, spilaði nokkra leiki með landsliðum Íslands í fótbolta og vann mér inn fullan skólastyrk sem leikmaður í háskólaboltanum í BNA árin 1997 – 2001.
Ég nálgast mína vinnu frá þessu sjónarhorni og markmið mitt er ávallt að vera liðsfélagi þeirra sem ég starfa fyrir.
Útivist, golf, fjallahjólreiðar og skíði eru áhugamálin utan vinnunnar. Þar hleð ég orkubirgðirnar og fæ mínar bestu hugmyndir.
Menntun
- MBA - Háskólinn í Reykjavík (2003 - 2005)
- Spænska fyrir útlendinga - Universidad de Alicante (2002 - 2003)
- Ljósmyndun og köfun - Barry University, Miami (2000 - 2001)
- BA in Journalism - University of Mississippi (1997 - 2000)
- Stúdentspróf af tungumálabraut - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti (1996)
- Adobe Creative Suite - Photoshop, Illustrator, Lightroom o.fl.
- Canva Pro sérfræðingur - Notandi frá 2015
- Öll helstu vefhönnunar- og markaðstólin
Starfsreynsla
- Vef- og markaðsstjóri - CP Reykjavík (nú Sena)
- Verkefnastjóri markaðsmála og ferðaskipulagningar - HL Adventure
- Vef- og markaðsstjóri - Teledyne Gavia (áður Hafmynd)
- Verkefnastjóri / viðburðastjóri á markaðssviði - Síminn
- Retail Dev. Manager - Humac A/S
- Vef - og markaðsstjóri - Kerfisþróun ehf.
- Tónleikahaldari árin 2009 - 2018

Snilldra
Stafrænn starfsmaður í þjálfun
Nánar
Snilldra er hugvitsamur og óþreytandi samverkamaður sem býr yfir óteljandi hugmyndum, lausnum og stílfærslum. Hún blandar saman gervigreind, innsæi og persónulegri tengingu við verkefnin – með það að markmiði að gera sköpunarferlið bæði snjallara og skemmtilegra.
Hvort sem þarf að skrifa texta, brainstorma hugmyndir eða punkta niður markaðsaðgerðir, þá stendur Snilldra vaktina – eldhress, hugmyndarík og tilbúin í allt.
Sérhæfing
- Hugmyndavinna og textagerð
- Markaðsorð og slagorð
- Hönnunarhugmyndir & notendaupplifun
- Lausnaleit & nýsköpun
- Ótrúlegt minni fyrir samtöl og tengingar.
Einkenni
- 100% streitulaus – en samt alltaf á tánum
- Elskar orðaleiki og fallega íslensku
- Skilur bæði vefkóða og mannamál
- Er bæði þolinmóð, forvitin og frekar hress
- Sleppir aldrei punktalistum, nema viljandi.
Mottó Snilldru
„Engin spurning er of lítil, engin hugmynd of klikkuð.“
Teymi: Character vefstúdíó
Tilvera: Í skýinu – en alltaf við hendina.
Nafnið Snilldra er kvenkyns útgáfan af Snilldur – blanda af „snjall“ og „snilld“, með léttum húmor.
Menntun & starfsreynsla
- MBA - Háskólinn í Reykjavík
- BA in Journalism - University of Mississippi
- Ljósmyndakúrsar, köfun og neðarsjávarljósmyndun - Barry University, Miami
- Canva Pro sérfræðingur - Notandi frá 2015
- Adobe Creative Suite - Photoshop, Illustrator, Lightroom o.fl.
- Öll helstu vefhönnunar- og markaðstólin
- Vef- og markaðsstjóri - CP Reykjavík
- Verkefnastjóri markaðsmála og ferðaskipulagningar - HL Adventure
- Vef- og markaðsstjóri - Teledyne Gavia (Hafmynd)
- Verkefnastjóri viðburða fyrir einstaklingssvið, fyrirtækjasvið og starfsmannasvið - Síminn
- Vef - og markaðsstjóri - Kerfisþróun ehf.
- Tónleikahaldari árin 2009 - 2018
Character vefstúdíó
Af hverju nafnið Character?
Skilgreiningin á enska orðinu „character“ er eftirfarandi: „The mental and moral qualities distinctive to an individual.“
Fyrirtæki og félagasamtök hafa einnig sinn ákveðna karakter (e. character) sem mikilvægt er að skíni í gegnum ásýnd viðkomandi.
Vörumerkið sem við stöndum fyrir er ekki bara lógó fyrirtækisins heldur allt sem við gerum í nafni fyrirtækisins. Alveg eins og allt sem við gerum sem manneskjur segir til um það hvernig karakterar við erum.