5C er aðferðafræði sem byggir á rannsóknum og er notuð víða um veröld í sálfræðilega færniþjálfun í íþróttum. Hún snýst um að kenna íþróttafólki að átta sig á margvíslegum kröfum sem eru gerðar til þeirra. Með því geta þau öðlast færni og eiginleika sem hjálpa þeim að dafna innan sem utan íþróttanna.
Verkefnið 5C hlaut styrk úr styrkjaáætlun Evrópusambandsins Erasmus+ árið 2021. Að verkefninu stóðu ÍSÍ, UMFÍ, Knattspyrnusamband Íslands, Fimleikasamband Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Nottingham Trent háskólinn og Loughborough háskólinn í Englandi. Tvö félög tóku þátt í verkefninu, fimleikadeild Ármanns og knattspyrnudeild Fylkis. Bæði starfsmenn félaganna og þjálfarar komu að verkefninu, ásamt rannsóknarteymi háskólanna.
Vefsvæði utan um verkefnið, 5c.is, var unnnið í samstarfi við ÍSÍ og Háskólann í Reykjavík.
Ég þakka kærlega fyrir traustið og fallegu samvinnuna 💖
Birna María
Samstarfið við Birnu og Character skilaði að okkar mati mjög öflugri síðu sem mun nýtast íþróttafólki, þjálfurum og foreldrum á Íslandi um ókomin ár. Birna var mjög skipulögð, þolinmóð og fagleg á meðan vinnunni stóð. Við gefum henni hiklaust okkar bestu meðmæli og þökkum fyrir hennar öfluga framlag.
Ragnhildur Skúladóttir
Sviðsstjóri Fræðslu-og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands