Gólfefnabúðin er lítið fyrirtæki með mikla þekkingu, vandaða framleiðendur og stórkostlegt vöruúrval. Fyrirtækið leggur mikið upp úr góðri þjónustu og miklum gæðum í gólfefnum. Hlutverk þess er að bjóða heildarlausnir í gólfefnum fyrir heimilið og vinnustaðinn á góðum verðum.
Meðal verkefna fyrir Gólfefnabúðina;
- Vefhönnun, viðhald og þróun á vefsvæði
- Hönnun, uppsetning og birtingar á stafrænum auglýsingaherferðum
- Vinna við Google Ads, Analytics, Search Console, Pixel, META og önnur gagnadrifin greiningarverkfæri til bestunar á auglýsingaherferðum, leitarorðum og vefsvæði
- Uppsetning á Mailchimp markpóstakerfi og tenging við vefsvæði
- Hönnun og uppsetning á fjölbreyttu prentefni
Ullarteppi frá Best Wool
Hér að neðan má sjá auglýsingaherferð í formi Carousel ásamt Story / Reels sem hefur verið í birtingu að undanförnu.
Nánar á golfefnabudin.is.
Ég þakka kærlega fyrir traustið og fallegu samvinnuna 💖
Birna María
Birna María
Birna er búin að vinna einstaklega faglega og metnaðarfulla vinnu fyrir okkur hjá Gólfefnabúðinni. Við erum afar ánægð með að hafa fengið hana til liðs við okkur og gefum henni okkar bestu meðmæli.
Hilmar Hansson
Dúklagningameistari & eigandi Gólfefnabúðarinnar