Persónuvernd

Persónuvernd er okkur mikilvæg.

Character vefstúdíó virðir rétt þinn varðandi þær upplýsingar sem við söfnum um þig á vefnum okkar, character.is.

Við söfnum eingöngu persónulegum upplýsingum þegar við þurfum þess nauðsynlega til að veita þér eða þínu fyrirtæki þjónustu. Við söfnum upplýsingunum með sanngjörnum og heiðarlegum hætti með þinni vitnesku og upplýstu samþykki. Við látum þig einnig vita af hverju við erum að safna þeim og hvernig upplýsingarnar verða nýttar.

Við geymum upplýsingarnar aðeins eins lengi og nauðsyn krefur til að geta veitt þér umbeðna þjónustu, nema þegar lög krefjast annars eins og t.d. bókhaldslög. Við verjum öll gögn sem við geymum með viðurkenndum aðgerðum hverju sinni til að koma í veg fyrir gangamissi, þjófnað, innbrot, leka, afritun, notkun eða afbökun gagna.

Við deilum engum persónugreinanlegum gögnum opinberlega eða til þriðja aðila nema ef lög krefjist þess, eða þegar um þjónustuaðila við Character vefstúdíó ræðir og er þá fyrirliggjandi samningur um trúnað og örugga vistun og vinnslu gagna.

Á vefsíðu okkar má finna tengla á önnur vefsvæði sem ekki eru í eigu, rekstri eða umjón Character vefstúdíó. Athugaðu að Character vefstúdíó hefur enga stjórn á efni eða starfsemi þessara vefsvæða og getum við því ekki tekið ábyrgð á þeirra eigin stefnu um persónuvernd.

Þér er frjálst að hafna ósk okkar um persónulegar upplýsingar með þeim skilningi að það getur komið í veg fyrir að við getum veitt eitthvað af þeirri þjónustu sem óskað er eftir.

Áframhaldandi notkun á vef okkar og þjónustu verður álitin sem samþykki á persónuverndarstefnu okkar og meðferð okkar á persónuupplýsingum henni samkvæmt.

Hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þessa stefnu okkar í málefnum sem varða persónunefnd með því að senda okkur tölvupóst.

Síðast uppfært 1. febrúar 2019.