fbpx

Verkin

Endurbætur á vefsvæði MedicAlert á Íslandi

Vefur MedicAlert á Íslandi hefur nú farið í gegnum gagngerar endurbætur hvað varðar framsetningu á merkjum og fréttum, auk þess að fá létta almenna andlitslyftingu í leiðinni. Breytingarnar skila notendavænna vefsvæði þar sem allir ættu að geta fundið merki við hæfi.

Heillandi hugur – Fræðslu og heilsusetur

Á dögunum var opnaður nýr vefur og vefverslun Heillandi hugar – Fræðslu og heilsuseturs. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuframboð, fróðlegar greinar með ráðum til bjargar í lífsins ólgu sjó og þar er hægt er að ganga frá kaupum á námskeiðum.

Völundarhús – Vel valið fyrir húsið þitt

Nýr vefur Völundarhúsa ehf. hefur litið dagsins ljós. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuframboð fyrirtækisins, áhugaverðan fróðleik um bæði bjálkahús og einingahús, ásamt fjölbreyttu úrvali af bjálkahúsum og efnispökkum fyrir einingahús í öllum stærðum og gerðum.

Iggis – Er öllum ljóst hvert leiðin liggur?

Nýlega fór í loftið nýr vefur fyrir Iggis, fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í áherslumerkingum og jöfnu aðgengi fyrir alla. Á vefnum er að finna upplýsingar um fjölbreytt úrval fyrirtækisins af hættumerkingum, tröppunefjum, leiðarlínum, römpum og verkfærum fyrir fagmanninn​. Iggis er jafnframt einn stærsti umboðsaðili áherslumerkinga á Íslandi.

Klúbburinn Geysir – Með þér út í lífið

Nýr vefur fyrir Klúbbinn Geysi hefur litið dagsins ljós. Það eru því spennandi tímar hjá Klúbbfélögum að fá nýja vefinn í gagnið þar sem hægt er að kynnast starfseminni, fylgjast með fréttum og félagslegum viðburðum og félagar geta pantað sér mat.

Scroll to Top