fbpx

Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar – Nýr vefur

Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar – Nýr vefur

Nýr vefur Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar hefur litið dagsins ljós.

Á vefnum er að finna upplýsingar um fjölbreytt úrval af námskeiðum í samkvæmisdönsum þar sem boðið er upp á kennslu fyrir allan aldur, bæði fyrir byrjendur sem lengra komna. Kennarar skólans hafa hver um sig margra ára reynslu í danskennslu.

Mikill metnaður er lagður í fagleg vinnubrögð og hefur árangur keppnispara skólans vakið verðskuldaða athygli.

Dansskólnn var stofnaður árið 1980 og hefur verið með starfsemi sína í Kópavogi allar götur síðan. Dansíþróttafélag Kópavogs (DÍK) var stofnað árið 2001 og er starfandi íþróttafélag innan dansskólans.

Til viðbótar við dansnámskeiðin þá er boðið er boðið upp á einkatíma fyrir verðandi brúðhjón og einstaklinga án dansfélaga, ásamt því að í dansskólanum eru opin hús í hverri viku fyrir fullorðna jafnt sem keppnispör til æfinga.

Þá er bara fátt annað í stöðunni en að smella sér í dansskóna og stíga léttan vínarvals, rúmbu eða jive 💃😘

Skoða nýja vefinn: dansari.is

Við þökkum kærlega fyrir traustið og fallegu samvinnuna. 💖

Picture of Birna María

Birna María

Birna María er eigandi og stafrænn hönnuður Character vefstúdíó.

Scroll to Top