um character

Birna María er eigandi og stafrænn hönnuður Character vefstúdíó

Birna maría

Ég hef starfað við vef- og markaðsmál með einum eða öðrum hætti frá 2003 og hef víðtæka reynslu af vinnslu á sölu- og markaðsefni frá hinum ýmsu hliðum.

Í verkfærakistunni minni er að finna öll helstu forrit og þjónustur sem tengjast stafrænni markaðssetningu, vefhönnun, mynd- og videóvinnslu. Ég hef bætt við mig fjölda námskeiða til viðbótar við háskólanámið og er fljót að tileinka mér ný vinnubrögð. Einnig hef ég mikla reynslu af verkefnastýringu, rekstri og áætlunargerð. 

Ég hef yfir tveggja áratuga reynslu af því að setja upp og ritstýra vefsíðum í ýmsum vefkerfum, en fyrstu vefsíðuna setti ég upp árið 1997Ljósmyndun og myndvinnsla hafa alltaf staðið mér nærri, bæði í leik og starfi.

Ég hef starfað sem markaðsstjóri og verkefnastjóri markaðsmála fyrir fjölda fyrirtækja við að markaðssetja ólíkar vörur og þjónustur.

Einnig bý ég yfir  víðtækri reynslu af tónleika- og 
viðburðastjórnun en þar hef ég meðal annars verið afkastamikill jólatónleikahaldari og sett upp og haldið utan um fjölda smærri og stærri viðburða eins og starfsdaga, árshátíðir og hvataferðir á vegum fyrri vinnuveitenda. 

Þessi fjölbreytti bakgrunnur gerir mér kleift að setja mig í spor annarra og sjá tækifærin frá sjónarhóli þess sem ég starfa fyrir hverju sinni. Þetta hefur reynst mér verðmætur eiginleiki sem mínir viðskiptavinir kunna vel að meta.

Útivist, golf, fjallahjólreiðar og skíði eru áhugamálin utan vinnunnar. 
Þar hleð ég orkubirgðirnar og fæ mínar bestu hugmyndir.

menntun &
starfsreynsla

Reynsla &
fagmennska

5/5
Birna er fagmaður fram í fingurgóma í öllu sem hún kemur nálægt og er áreiðanleg, dugleg og úrræðagóð. Fjölbreyttur bakgrunnur gerir hana afar hæfa til að takast á við ólík verkefni, setja sig inn í aðstæður þeirra sem hún starfar fyrir – og finna það sem skiptir máli og koma því á framfæri með fallegum og fagmannlegum hætti.
Scroll to Top